Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 95
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r TMM 2014 · 2 95 band Wagners, Hitlers og gyðinga sem fræðimenn hafa haldið fram sem staðreyndum og haft hver eftir öðrum án mikillar gagnrýni. Hann telur sig einnig geta sýnt með óyggjandi hætti að Rienzi-atvikið hafi ekki getað átt sér stað. Rök Karlssons eru þessi: Kubizek segist hafa kynnzt Hitler haustið 1904. Samkvæmt Karlsson segir Kubizek einnig að atvikið hafi átt sér stað í nóvember 1905 eða 1906. (Kubizek segir vissulega að atvikið hafi átt sér stað „á dimmu og kaldranalegu nóvemberkvöldi“, en ég sé ekki að hann nefni ártalið. Hann segir hins vegar að Hitler hafi þá verið 17 ára, og það varð hann í apríl 1906, og að 33 ár hafi liðið frá atvikinu þangað til þeir Hitler hittust aftur í Bayreuth 1939.) En samkvæmt Franz Jetzinger,13 sem taldi alla bók Kubizeks vera mestan partinn uppspuna, hafi Hitler ekki búið í Linz haustið 1904, heldur var hann sendur í skóla til Steyr, sem er um það bil 30 kílómetra í beina loftlínu fyrir sunnan Linz, og var þar frá september 1904 fram í júní 1905. Því hafi Hitler og Kubizek ekki getað kynnzt fyrr en haustið 1905. Karlsson bendir á að Kubizek segir að þeir Hitler hafi fyrst talazt við í sýningarhléi óperu eða leikrits og bætir við að það gæti hafa verið eitt af þremur verkum sem hann nefnir og voru öll sýnd í október 1905, en hvorki í október né nóvember 1904. Á árunum 1904 til 1907 var óperan Rienzi hins- vegar flutt aðeins fimm sinnum í Linz, nefnilega 3., 5., 10. og 19. janúar og 12. febrúar 1905, og því áður en Hitler og Kubizek gætu hafa kynnzt. Þeir gætu því ekki hafa séð hana saman. Þetta virðist pottþétt niðurstaða, þótt dálítil ónotatilfinning sitji kannski eftir: Sagan gengur greinilega ekki upp miðað við þessar upplýsingar um dagsetningar, en samt finnst manni einhvernveginn að svo lítið vanti uppá. Mér finnst Karlsson vísa fullléttilega á bug þeim möguleika að Hitler hafi reglulega fengið leyfi til að heimsækja óperuna í Linz veturinn 1904–5; atvikið hefði þá þurft að gerast áður en Hitler varð 15 ára. Ljóst er þó að minnsta kosti að taka verður bók Kubizeks með mikilli varúð. Það hefði svo sem þurft að gera hvort sem er þótt þessar upplýsingar hefðu ekki komið fram, því að minningar í hugum fólks geta tekið róttækum breytingum á skemmri tíma en þeim fjörutíu til fimmtíu árum sem liðu frá því atvikið á að hafa átt sér stað þar til það var skrásett, væntanlega um eða upp úr 1950. Eftir því sem ég veit bezt er bók Kubizeks líka eini staðurinn þar sem sagt er að Hitler hafi lesið einhver verk Wagners í lausu máli. Þótt ljóst sé að Hitler hafi hrifizt mjög af Wagner sem tónskáldi og höfundi leikverka virðast engar heimildir vera til um að hann hafi orðið fyrir áhrifum af pólitískum skrifum Wagners eða af skrifum hans um gyðinga. Hann talaði ævinlega um Wagner sem einn af mestu listamönnum í sögu Þýzkalands, gjarnan í sömu andrá og Goethe og Beethoven, en hann vitnaði aldrei í skrif hans á móti gyðingum. Ég veit ekki til að nokkrar heimildir séu til um að nazistar hafi beinlínis vitnað til skrifa Wagners um gyðinga eða gert sér mat úr þeim. Hér er ég vissulega að gera dálítið fínan greinarmun: Gyðingaandúð Wagners var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.