Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 103
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r TMM 2014 · 2 103 hvergi sjái þess stað allt þetta tímabil að neinn hafi litið svo á að finna megi svo mikið sem örlítinn vott af gyðingaandúð í óperum Wagners. við hljótum því að álykta að þetta hafi allt hafizt með véfrétt Adornos: „allir sem eru útskúfaðir í verkum Wagners eru gyðingaskopstælingar.“ Það er varla orðum aukið að segja að höfundar og fræðimenn hafi kastað sér yfir þessi orð Adornos eins og hungraðir úlfar og hugsað sér gott til glóðarinnar, sumir til að gera efnið að sölubókum, aðrir til að nota það í hugmyndir fyrir fræðilegar greinar. Allt sem út úr þessu kemur á þó eitt sameiginlegt; það stendur á brauðfótum, af því að orð Adornos standa á brauðfótum. Fjöldinn allur af hugverkum hefur sprottið upp úr jarðveginum sem Adorno plægði í bók sinni um Wagner, og fróðlegt væri að athuga sem flest þeirra, þó ekki væri nema til að sjá hvernig vinnubrögð þykja boðleg í þessum fræðum. Örfá dæmi verða þó að nægja. Þau ganga öll út á að sýna fram á að gyðingahatur birtist í Meistarasöngvurunum í Nürnberg. Stórhættuleg Maríumynd Hvers vegna Meistarasöngvararnir hafa orðið að sérstökum skotspæni þeirra sem eltast við og jafnvel taka laun sín fyrir að finna gyðingahatur undir hverjum steini er hulin ráðgáta, því að varla virðist nokkur ópera, að minnsta kosti við fyrstu sýn, vera jafngjörsamlega laus við nokkrar tilvísanir til gyðinga. Rifjum upp örfá atriði úr söguþræðinum, rétt til að lesandinn átti sig, en sleppum fjölmörgu. Beinagrindin er hefðbundin gamanóperusaga, sama grunnstef og í ótal öðrum óperum (til dæmis Rakaranum í Sevilla eftir Rossini), um ungan og myndarlegan mann sem verður ástfanginn af ungri og fallegri stúlku; en hann á sér meðbiðil, eldri, óásjálegan og hlægilegan karl, og leikfléttan snýst um að snúa þannig á meðbiðilinn að ungi mað- urinn og unga stúlkan fái að eigast. Riddarinn Walther von Stolzing kemur til Nürnberg og verður samstundis ástfanginn af Evu, dóttur gullsmiðsins Pogners. Fyrir dyrum stendur söngkeppni milli meistarasöngvaranna í Nürnberg, og Pogner hefur ákveðið að gefa sigurvegaranum hönd Evu (að því gefnu að hún samþykki ráðahaginn þegar þar að kemur). Meistara- söngvararnir eru félagsskapur iðnaðarmanna sem iðka sönglist og hafa sett sér flóknar reglur um hvernig söngvar eigi að vera, og enginn fær inngöngu í hóp þeirra án þess að gangast undir próf. Í þeirra hópi er próf- dómari, kallaður merkjari [Merker], af því að hann merkir við villurnar sem umsækjendur gera í prófinu og mega ekki vera fleiri en sjö. Merkjarinn er borgarritarinn Sixtus Beckmesser, og hann hefur einsett sér að vinna sjálfur söngkeppnina og hönd Evu. Þegar riddarinn Walther þreytir prófið til að geta komizt í keppnina grunar Beckmesser hver tilgangur hans er, og Walther fellur á prófinu. Enginn meistarasöngvaranna kann að meta söng
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.