Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 105
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r TMM 2014 · 2 105 Áður en við lítum á nokkra af þeim eiginleikum sem sagt er að geri Beckmesser að (einhverskonar?) gyðingi skulum við líta á eitt atvik sem á að sanna, svo að ekki verði um villzt, að Meistarasöngvararnir séu frá upphafi hugsaðir sem þáttur í „stríði Wagners gegn gyðingum“: Haustið 1861 var Wagner heldur niðurdreginn; fyrr á árinu var hin alræmda Tannhäuser-sýning í París, sem hafði ekki orðið honum til mikillar uppörvunar; allt árið hafði hann verið að gera árangurslausar tilraunir til að fá Tristan settan á svið og var í þann mund að gefast upp. Til að hressa hann við bauð velgerðarfólk hans, Wesendonck-hjónin Matthilde og Otto, honum að hitta sig í Feneyjum. Þar dró Otto Wesendonck hann hálfnauðugan með sér að skoða listaverk víðs vegar í borginni. Í Mein Leben segir Wagner að meðal annars hafi þeir farið í Doge-höllina, sem hann hafi áður aðeins séð að utanverðu: Þrátt fyrir allt áhugaleysið af minni hálfu verð ég þó að viðurkenna að mynd Tizians af uppstigningu Maríu í stóra Doge-salnum hafði svo magnþrungin áhrif á mig að mér fannst að eftir þennan innblástur [Empfängnis] hefði minn gamli kraftur lifnað við að nýju næstum eins og í einu vetfangi. Ég ákvað að koma Meistarasöngvurunum í verk.32 Er þetta ekki bara dálítið falleg frásögn? Má ekki líta á orð Wagners sem heillandi dæmisögu um lækningarmátt mikillar listar? Hann sér þessa stóru og stórkostlegu mynd; hún opnar augu hans fyrir hverju mikill listamaður fær áorkað, hún dregur hann upp úr þunglyndinu og blæs honum í brjóst kraft og löngun til að skapa sjálfur stórkostlegt listaverk. Uppstigning Maríu er ein frægasta mynd Tizians. Ekki fer á milli mála um hvaða mynd er að ræða; hún er „vissulega bezta myndin á Ítalíu“, sagði Oscar Wilde um hana á sínum tíma. Núna, eins og upphaflega, er hún í kirkjunni Basilica di Santa Maria Gloriosa dei Frari í Feneyjum, en á árunum 1818 til 1919 var hún geymd í safni Listaakademíunnar í Feneyjum, Gallerie dell’Accademia. En Ulrich Drüner sér í þessari frásögn myrkan og óhugnanlegan boð- skap:33 Í augum hans sýnir hún að með Meistarasöngvurunum hafi Wagner að nýju „hafið krossferð gegn gyðingum“. Og hvernig kemst hann að þeirri niðurstöðu? Það sem raunverulega gerist, segir Drüner, er að hér fellur Wagner fyrir holdlegri útgeislun Maríumyndarinnar, og við það endur- vaknar hjá honum Maríutilbeiðsla miðalda, en erótískur þáttur þeirrar til- beiðslu leitaðist við að umbreytast í hatur á þeim sem kvöldu guðsmóðurina, nefnilega á gyðingum. Þetta útskýrir (skýrir Drüner út fyrir okkur) hvers vegna Wagner talar um gamlan kraft. Frásögnin sannar svo að ekki verður um villzt að í Meistarasöngvurunum eru djöflar miðalda vaktir upp gegn Beckmesser. Nú er það svo að Wagner átti til að fegra æviatriði sín dálítið, þannig að þau komi betur út fyrir hann sjálfan, og þessi saga er kannski einum of falleg til að því sé treystandi að hún sé allskostar rétt. Það getur hún reyndar alls
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.