Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 107
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r TMM 2014 · 2 107 á einum stað í Meistarasöngvurunum segir að Beckmesser depli augunum vandræðalega, nefnilega þegar Eva Pogner snýr sér undan í stað þess að gefa hneigingu hans fyrir henni gaum.35) Sá sem hefur verið einna iðnastur við að halda fram „andgyðinglegum einkennum“ persóna í Wagner-óperum er Marc A. Weiner, prófessor í þýzkum fræðum, kvikmyndafræði og samanburðarbókmenntafræði við Indiana-háskólann. Hann hefur skrifað heila bók um efnið,36 sem hlaut verðlaun, Eugene M. Kayden National University Press Book Award, fyrir „beztu bókina í hugvísindum“ árið 1995. Í bókinni tínir hann til ýmsa eigin- leika sem hann segir að gyðingum hafi verið eignaðir fyrr á öldum og reynir að sýna (eða kannski bara staðhæfa) að ýmsar persónur í óperum Wagners hafi þessa eiginleika. Einn kafli fjallar um augu, annar um rödd, enn annar um fætur. við skulum líta á kaflann um óþef og ilm. Kaflinn er að stofni til grein sem Weiner birti í tímariti undir titlinum Nef Wagners og hugmynda- fræði skynjunarinnar.37 Það mætti ætla að hér sé nú aldeilis feitan gölt að flá, því að nef Wagners er örugglega rannsóknar virði. Rifjum upp að hann þurfti að hafa allt angandi í kringum sig þegar hann var að semja tónlist; baðker með amburolíum beint fyrir neðan vinnuherbergið svo að ilmurinn gæti stigið upp. Ritgerð Weiners lítur á yfirborðinu út fyrir að vera fræðilega vel unnin, 25 blaðsíður með rúmum tveimur blaðsíðum af eftirmálsgreinum og tilvísunum. Kenning Weiners í greininni og bókarkaflanum er sú að í óperum Wagners getum við þekkt persónur sem eiga að vera gyðingar á því að þær lykti illa, en germönskum persónum „tengist ljúfur ilmur“. við fáum langan og að því er virðist lærðan kafla sem útlistar hvernig Wagner hljóti að byggja á fornum miðaldakenningum, en líka nýjum, um sérstaka ólykt af gyðingum, foetor judaicus upp á latínu. Weiner rekur dæmi um hvernig aðalpersónur í verkum Wagners syngja um ljúfan ilm, Tannhäuser syngur um „holde Düfte“, Lohengrin um „süße Düfte“, Isolde um „wonnige Düfte“. „Germönsku“ persónurnar verða að láta sér nægja að anda að sér ilmi, væntanlega af því að Weiner finnur engin dæmi þess að þær ilmi sjálfar, þótt síðar í greininni tali hann um að germanskt samfélag í óperum Wagners ilmi sætlega. Kannski áttar Weiner sig á að rómantísk orð um ljúfan ilm séu ekk- ert einsdæmi í rómantískum kveðskap og að varla sé nýstárlegt að benda á það, og auðvitað getur hann ekki leyft okkur halda að Wagner eigi það til að fjalla sakleysislega um eitthvert efni. Þess vegna trúir hann okkur fyrir því leyndarmáli að ljúfur ilmur hjá Wagner tengist sifjaspellum38. Ekki er skýrt hvernig. Sifjaspell eru auðvitað partur af söguþræðinum í Niflungahringnum (og kannski afar óbeint annarsstaðar), en kenningin um tengsl ilms við þau gengur illa upp, til dæmis er erfitt að sjá hvernig það á að gerast í dæminu úr Lohengrin, sem Weiner ræðir í bókinni einmitt rétt áður en hann setur kenninguna fram. Þegar hann svo löngu seinna talar um sönginn sem Hans Sachs syngur í öðrum þætti Meistarasöngvaranna um ilminn af yllinum,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.