Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 108
R e y n i r A x e l s s o n 108 TMM 2014 · 2 þá hefur ilmur fengið allt annað hlutverk, en ekki síður skuggalegt. Í frægri einræðu í þriðja þætti veltir Sachs fyrir sér hvað geti valdið ófriðaræði sem rennur á mannfólkið eins og í götuslagsmálunum sem brutust út kvöldið áður (í lok annars þáttar), þar sem Beckmesser varð fyrir barsmíðum, og svarar sjálfum sér eins og út í hött, af því að hann finnur enga skýringu: Hrekkjaálfur hefur víst hjálpað til: – Glóormur fann ekki maka sinn, hann hefur valdið skaðanum. Það var yllirinn: – Jónsmessunótt! Weiner þarf ekki meira til að álykta sem hér segir: „Með töfrailmandi andblæ hefur yllitréð losað Þýzkaland undan ósvífnum óvini sínum, og illur andi Nürnberg-borgar, hinn djöfullegi Beckmesser, hefur verið særður burt.“39 Hann kemst hins vegar í nokkurn bobba þegar finna á dæmi um illa lyktandi gyðinga í óperunum, því að sönnunargögnin láta dálítið á sér standa: Weiner getur aðeins nefnt þrjú dæmi sem honum hefur tekizt að grafa upp í öllum óperum Wagners til samans. Fyrsta dæmið er að Rínardóttirin Wellgunde kallar Alberich Schwefelgezwerg, brennisteinsdverg, sem Weiner álítur að þýði að Alberich lykti illa, og raunar allir Niflungar, því að seinna sé minnzt á Schwefeldampf, brennisteinsgufu, þegar Óðinn og Loki stíga niður til Niflheima. Dæmi númer tvö er að Siegfried neitar að borða matinn sem Mímir eldar handa honum. Hvernig getur það verið dæmi um illa lyktandi gyðing? Jú, Weiner segir að það sé af því að maturinn sé bragðvondur, og hjá Wagner þýði óbragð ávallt ólykt líka. Ekki veit ég hvaðan sá vísdómur kemur (Weiner nefnir engin önnur dæmi); en í texta óperunnar er hvorki minnzt á óbragð né ólykt. Ég játa að ég á erfitt með að sjá að þetta seinna dæmi komi ólykt nokkuð við, og hef miklar efasemdir um hið fyrra líka. Áður en ég kem að þriðja dæminu ætti ég, svo að allrar sanngirni sé gætt, að nefna enn eitt dæmi sem Weiner tilgreinir, en mér finnst ekki eiga hér heima, því að það er ekki beinlínis úr óperu, heldur frásögn af hvað Wagner á að hafa sagt á æfingu á Rínargullinu árið 1876. Weiner lýsir þessu svo: Þegar Carl Schlosser, sem söng Mími, gat ekki „haltrað um“ og klórað sér á bakinu nægilega trúverðuglega á Wagner að hafa sagt: „Þú getur teygt úr bakklórinu og klórað þér á rassinum af hjartans list! Pikkólóflautan hefur hvort sem er svo grunsamlega smátrillu.“ Ég læt lesandanum eftir að dæma hvort þetta sýnir að Wagner hafi hugsað sér að Mímir lykti öðruvísi en „germanir“. [Í grein sinni um nef Wagners frá árinu 1989 tekur Weiner tilvitnunina beint upp úr ævisögu Wagners eftir Gregor-Dellin40 og hefur á þýzku: „Sie können das Streichen des Rückens schon weiter ausdehnen und sich herzhaft am Arsch streichen! Die Piccolo-Flöte hat ohnedies so verdächtige Trill- erchen.“ Hér er sagt að Mímir strjúki á sér bakið. Þegar Weiner birti svo bók sína árið 1995 vitnar hann í enska þýðingu ævisögunnar, þar sem beina tilvitunin er stytt og það sem á vantar endursagt; þar er talað um að Mímir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.