Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 122

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 122
122 TMM 2014 · 2 Guðmundur J. Guðmundsson Að éta óvin sinn Skáldferðaminningar frá Grikklandi Innarlega við Egínuflóann, við sundið milli eyjarinnar Salamis og lands, þar sem Aþeningar unnu forðum afgerandi sigur á persneska flotanum og sneru stríðsgæfunni í Persastríðunum sér í hag, liggur Elefsis, sem er í dag lítil iðnaðarborg. Þetta er snyrtilegur nútímabær með kubbslegum tví- og þrílyftum íbúðarhúsum eins og gjarnan einkenna grískar borgir og bæi. Það sem greinir Elefsis frá ýmsum öðrum sambærilegum bæjum er að þar er að finna rústir þeirra bygginga sem hýstu launhelgarnar miklu sem helgaðar voru korngyðjunni Demeter og dóttur hennar Kóru sem nefndist Persefóna þann tíma ársins sem hún bjó í undirheimum hjá Hadesi eiginmanni sínum. Elefsis var einn þeirra staða sem ég hafði einsett mér að heimsækja þegar ég fór til Grikklands í fyrsta skipti, árið 1983. Með þessu ferðalagi var hægt að slá tvær flugur í einu höggi því leiðin til Elefsis liggur um hlaðið á öðrum merkisstað, klaustrinu í Dafni, en þar getur að líta einhverjar glæsilegustu veggmyndir sem finna má á gríska menningarsvæðinu. Eftir að hafa skoðað leiðina á korti var komið við í upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í miðborg Aþenu en eftir stutt samtal við afgreiðslumann- inn kom í ljós að engar skipulagðar ferðir voru til þessara tveggja staða. Þess í stað bauð hann okkur upp á kynnisferð um Akrópólis undir leiðsögn frænda síns. „He’ll give you a very good price,“ sagði afgreiðslumaðurinn og brosti traustvekjandi. Þar sem við höfðum þegar varið tveimur dögum í að skoða Akrópólis og nágrenni höfðum við ekki áhuga og spurðum um strætó eða rútuferðir til Elefsis. Náunginn í afgreiðslunni ranghvolfdi í sér augunum og tapaði samstundis niður þeirri ensku sem hann hafði kunnað skömmu áður og sneri sér umsvifalaust að Ameríkana sem komið hafði inn í upplýs- ingamiðstöðina í sama vetfangi, klæddur í köflóttar bermúdabuxur og með gríðarmikla vídeótökuvél á maganum,. Nú var lítið að gera annað en fá sér bjór og hugsa málið. Í kránni þar sem við drukkum bjórinn var dálítið stelpuskott að uppvarta og sagði okkur skilmerkilega hvar við gætum tekið strætisvagn til Elefsis, þegar við fyrir rælni spurðum hana, og gaf okkur meira að segja upp númerið á vagninum. Eftir smá villuráf og ferðalag gegnum helsta matvælamarkað Aþeninga, þar sem einkum virtist til sölu íslenskur saltfiskur í misjöfnu ástandi, fundum við strætóstöðina og við okkur blasti strax vagn með númerinu sem stúlkan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.