Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 131
TMM 2014 · 2 131 Áslaug Helgadóttir Hugleiðing um sambúð vísinda og þjóðar vísindafélag Íslendinga var stofnað þann 1. desember 1918 af tíu kennurum við Háskóla Íslands. Frumkvæðið áttu þeir Sigurður Norðdal og Ágúst H. Bjarnason sem báðir voru prófessorar við heim- spekideild skólans. Meginmarkmiðið var að skapa vettvang íslenskra fræðimanna til að efla vísindastarf í landinu og styrkja stöðu vísinda í íslenskri menn- ingu. Það er sennilega engin tilviljun að stofndag félagsins bar upp á sama dag og landið hlaut fullveldi og sýnir að frum- kvöðlarnir gerðu sér grein fyrir því að vísindi og fræði ættu erindi við mótun hins nýja þjóðríkis. vísindafélagið varð 95. ára þann 1. desember 2013 og á þeim tímamótum þótti við hæfi að hugleiða með hvaða hætti vísindi hefðu mótað íslenskt samfélag í áranna rás.1 Þorsteinn Gylfason heitinn ræddi eitt sinn helstu „auðkenni réttnefndra fræða og vísinda“ og velti upp þeirri skoðun að „stofnanir samfélagsins sem helgaðar eru fræðum og vísindum eigi tveggja kosta völ: að starf þeirra sé annaðhvort aga- laust kjaftæði eða andlaus íþrótt“.2 Flestir fræðimenn væru þó nógu hreinskilnir til þess að viðurkenna það fyrir sjálfum sér „að aðalsmerki fræða og vísinda sé and- leysi þeirra. Andann höfum við annars staðar að“. Nú má velta fyrir sér hvort rétt sé að fjalla um sambúð vísinda og samfélags með þeim andlausa hætti sem Þorsteinn telur að séu aðalsmerki vísinda eða hvort brjóta megi þessa gullnu reglu og leyfa sér þann munað að sækja and- ríki og heimildir í fagurbókmenntir þær sem rekið hefur á fjörur okkar í jóla- bókaflóðinu mikla árið 2013. Í bók Sjóns Mánasteinn leynist merki- legur fróðleikur: Árið er 1918. Spánska veikin geisar í Reykjavík. Garibaldi Árnason læknir breiðir úr sér á leður- bólstruðum farþegabekknum og blaðar í skýrslum eða skrifar athugasemdir í minniskompu milli viðkomustaða. Í hús- vitjunum sínum safnar hann „ýmsum upplýsingum um hegðun „spönsku veik- innar“ og spyr sjúklingana meðal annars hvar og hvernig þeir telji sig hafa smitast af henni.“3 Rannsóknir hans sýna að kvikmyndahúsin hafi leikið lykilhlutverk við útbreiðslu pestarinnar og ráð hans er að þau verði sótthreinsuð sérstaklega. Máni Steinn fær því það hlutverk að kveikja klórgas í sýningarsölunum eftir leiðsögn læknisins. Og kvikmyndahús- unum er lokað í kjölfarið. Ég fæ ekki betur séð en vísindaleg hugsun Garibalda læknis hafi skipt þarna sköpum fyrir fólkið í landinu. Skyldi hann hafa verið einn þeirra sem stofnuðu vísindafélag Íslendinga nokkrum dögum síðar í húsa- kynnum Háskóla Íslands?4 En hvenær fóru vísindin að skipta fátæka Íslendinga máli? Talið er að vís- indin hafi komið til landsins í árdaga upplýsingarinnar þegar tveir fulltrúar hennar, þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, riðu um héruð. Um afrakstur leiðangurs þeirra má lesa í Ferðabókinni sem við þá er kennd.5 Skyldi hún hafa haft áhrif á hag landsmanna? Þorsteinn vilhjálmsson veltir þessari spurningu fyrir sér í grein sem hann kallar Kenjar Á d r e p a
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.