Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 134

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 134
Á d r e pa 134 TMM 2014 · 2 ásmegin í kjölfar stríðsins og lagði það mikilvægan þekkingargrunn að upp- byggingu atvinnuvega og greiddi götu breytinga á grunngerð atvinnulífsins sem urðu á síðari helmingi 20. aldar. Í aðdraganda stofnunar Atvinnudeild- arinnar urðu strax miklar deilur um „skipulag og stefnumótun á sviði vísinda og rannsókna; um áhrif stjórnmála- manna á vísindarannsóknir og val verk- efna, um tengslin milli atvinnulífs og háskóla og um muninn á grunnrann- sóknum og hagnýtum rannsóknum“27. Það varð úr að deildin skyldi verða hluti af Háskóla Íslands og falla undir háskóla- ráð hvað varðaði kennslu en atvinnu- málaráðherra skyldi að öllu öðru leyti fjalla um málefni deildarinnar á vett- vangi ríkisstjórnarinnar og skipa sér- fræðinga hennar til starfa. Lítið reyndi á kennsluskyldu starfsmanna og háskóla- ráð varð fljótt ósátt við að deildin skyldi ekki lúta yfirstjórn háskólans. Þegar Atvinnudeildinni óx fiskur um hrygg og þurfti meira húsnæði synjaði háskólaráð þeirri beiðni þar sem ekki náðist sam- komulag um að leggja hana undir skól- ann. Að lokum fór svo að Atvinnudeildin var lögð niður og til urðu sjálfstæðar rannsóknastofnanir í þágu atvinnuveg- anna árið 1965. Þetta var mikið óheilla- spor eftir á að hyggja og hefur sett mark sitt á umræður í samskiptum vísinda- samfélags, stjórnmálamanna og forsvars- manna atvinnulífs. Ég fæ ekki betur séð en menn séu enn í dag við sama hey- garðshornið eins og endurspeglast t.d. í orðaskaki í fjölmiðlum sem orðið hefur í kjölfar umræðu um sameiningar háskóla.28 Það er ekki ofmælt að halda því fram að velmegun þjóðarinnar byggist á þeirri þekkingu sem vísindamenn hennar hafa aflað sér í námi og starfi á umliðnum áratugum. Ef til vill var ákafinn stund- um fullmikill og tæknin hafi fengið að ráða ferðinni áður en vísindin höfðu fengið tækifæri til þess að leggja mat á árangurinn. Þannig tókst okkur nánast að útrýma öllum ólukkans mýrunum hennar Málfríðar.29 Það varð til þess að Halldór Laxness greip til varna fyrir vot- lendið og líkti mýrunum við öndunar- færi landsins eins og við munum.30 Okkur tókst líka að fiska nánast allan fiskinn úr sjónum bara af því að tæknin og kunnáttan var fyrir hendi. En vísindin kunnu að sjálfsögðu ráð við því. Tekist hefur að reikna fiskinn aftur í sjóinn og farið er að endurheimta votlendið eftir forskrift vistfræðinga. Og nú hafa ný svið tekið völdin. Þekk- ingarfyrirtæki hafa haslað sér völl og sum orðið risastór á íslenskan mæli- kvarða – Íslensk erfðagreining, Marel, Össur, vaki, Stjörnu-Oddi, Orf Líftækni, Saga Medica, Mentor. Þannig mætti lengi telja – við þekkjum þessi nöfn. Unga fólkið sækir fram með nýja tækni og allur heimurinn er leikvöllur þeirra. Nýj- asta afrekið er QuizUp úr smiðju leikja- framleiðandans Plain vanilla.31 Fylgir hann í kjölfar annarra íslenskra leikja- smiða sem slegið hafa í gegn um heim allan og þar nægir að nefna EvE Online. Hverfum nú aftur til 17. júní 1911 á stofnunarhátíð Háskóla Íslands sem var haldin í neðrideildarsal Alþingishússins. Nýráðinn rektor skólans, Björn M. Ólsen prófessor í íslenskri tungu og menningar- sögu, nefndi það í vígsluræðu sinni að hann hefði vonir um að framtíðin yrði björt fyrir sjálfstæðar vísindarannsóknir á norðurhjara þótt háskólinn væri lítill og nýr. Guðmundur Andri Thorsson hefur leyft okkur að skyggnast inn í hug- arheim Björns á köldu og dimmu des- emberkvöldi 1882 í sögu sinni Sæmd og það er greinilegt að honum hefur orðið að ósk sinni með stofnun háskólans: „Hann langar að rannsaka málið. Hann langar að leggja grunninn að nýrri staf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.