Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 136

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 136
Á d r e pa 136 TMM 2014 · 2 skoðun og opin fyrir gagnrýni. Hinn algildi sannleikur er því ekki til. vísinda- leg þekking er alltaf óvissu háð. Það eitt og sér hvetur til gagnrýni og ýtir undir umburðarlyndi. Hvort tveggja einkennir opið og lýðræðislegt samfélag. vísindi skipta máli. Þau gera okkur sífellt fróðari um allt sem okkur dettur í hug að vilja vita. Þau ala með okkur jákvæðni því þekkingin vex og dafnar með hverri nýrri kynslóð vísindamanna. vísindin eru því órofa tengd trúnni á að heimur batnandi fer. En síðast en ekki síst skapa vísindin bæði andlegan og veraldlegan auð, og auka þannig velmegun. Þrátt fyrir sannfæringu okkar um að vísindin geti ráðið fram úr hverjum vanda er okkur hollt að efast. Því er rétt að ljúka þessari grein með því að vitna til orða Jóns Kalmans Stefánssonar í Fisk- arnir hafa enga fætur því enginn getur orðað þetta jafnvel og hann: „Hvað vitum við annars um lögmálin? Hversu djúpur er himingeimurinn, og afhverju ná sumir draumar mannsins út fyrir ystu plánetur sólkerfisins, langt inn í það sem við skilj- um alls ekki? Hversvegna trúir meirihluti mannkyns á helgisagnir trúarbragða sem ganga þvert á lögmál rökhyggjunnar, sannanir vísinda, samkvæmt rökhyggj- unni þarftu að vera barn eða einfeldn- ingur til að trúa á tilvist Guðs, en hvar er máttur huggunarinnar meiri en í trúnni á Guð? […] hvað vitum við um heiminn, hvort rjúpa sem flýgur upp í dökknandi októbersíðdegið sé eingöngu varpfugl af orraætt, með heila á stærð við baun, eða hvort hún sé sjálf fegurðin sem býr í von- inni, hvort hún sé það sem klýfur myrkr- ið með flugi sínu, hvort mávarnir yfir höfninni séu gráðugir hræfuglar eða dapurt kvein eftir horfnum tíma – hvernig getur sá sem veit eitthvað um manneskjuna, sögu hennar, menningu, eðli, innri heim, útilokað hið fjarstæðu- kennda?“35 Tilvísanir 1 Grein þessi er að uppistöðu erindi sem flutt var á 95. ára afmæli vísindafélags Íslendinga í Þjóðmenningarhúsinu 7. desember 2013. 2 Þorsteinn Gylfason (1996). Að hugsa á íslensku. Reykjavík: Heimskringla Háskóla- forlag Máls of menningar, bls. 35. 3 Sjón (2013). Mánasteinn – Drengurinn sem aldrei var til. Reykjavík: JPv útgáfa, bls. 89. 4 Garibaldi Árnason er skáldsagnapersóna en á sér þó skýra fyrirmynd. Þorkell Jóhann- esson skrifaði grein um læknisfræðilegar rannsóknir á spánsku veikinni, „Þankabrot um spánsku veikina 1918–1919“, í Lækna- blaðið 2008/94, bls. 768–774. Þar fjallar hann ítarlega um Þórð J. Thoroddson lækni (1856–1939) og inflúensuskrif hans en þau birtust í þrennu lagi í Læknablaðinu 1919. Þórður var þó ekki einn af stofnfélögum vísindafélagsins. 5 Eggert Ólafsson (1974). Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752–1757, I–II. Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum íslenskaði árið 1942. Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur. [Frumútgáfa á dönsku 1772]. 6 Þorsteinn vilhjálmsson (2013). Kenjar sögunnar og kenningarnar: Hvernig bárust nýjar kenningar og aðferðir vísinda til Íslands á árunum 1700–1850? vefnir – Tímarit félags um átjándu aldar fræði, 10. vefrit 2013, 1–22. 7 Þorsteinn segir reyndar að Ferðabókin sé „prýðileg heimild um hugarfar upp- lýsingarinnar, þekkingarþorstann og viljann til að nytja auðlindir. Þetta er að sjálfsögðu nátengt vísindum.“ Sama, bls. 18. 8 Sama, bls. 18. 9 Rétt er þó að geta þess að ýmsir tilburðir voru uppi um að flytja til landsins búfé til kynbóta en það hafði í öllum tilfellum afdrifaríkar afleiðingar vegna nýrra sjúk- dóma sem fylgdu í kjölfarið. Hér má t.d. nefna fjárpestina sem talið er að hafi borist með hrút af spænsku kyni sem fluttur hafði verið inn frá Noregi upp úr 1750. Fjár- kláðann hinn seinni kom síðan upp 1856 og var talinn hafa komið með innfluttu sauðfé. Sjá nánar í Sigurður Richter, Matthías Eydal og Sigurður Sigurðarson (1997). „Óværa á sauðfé á Íslandi.“ Búvísindi, 11, 91–98.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.