Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 138

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 138
138 TMM 2014 · 2 Maríanna Clara Lúthersdóttir „Heyrirðu í mér?“ vigdís Grímsdóttir: Dísusaga. JPv 2013 Dísusaga eftir vigdísi Grímsdóttur er óvenjuleg bók. Nú mætti reyndar segja það um margar sögur vigdísar en Dísu- saga sker sig þó frá höfundarverki henn- ar – ekki síst fyrir þær sakir að segja má að höfundurinn sé annar en hinna bók- anna sem hún er skrifuð fyrir. Þótt Dísusaga sé flokkuð með skáldsögum þá hefur vigdís ekki dregið dul á að hér leyfir hún öðru sjálfi sínu að hafa orðið og rekja atburði bæði úr fortíð hennar og nútíð. Sjálfið Gríms verður til þegar Dísu er nauðgað tíu ára gamalli. Þá kemur Gríms til sögunnar sem bjarg- vættur – hún bjargar Dísu út úr skelfi- legum aðstæðum en hún fer ekki aftur og á einhverjum tímapunkti hættir hún að vera bjargvættur og verður kúgari. Bókin er ekki um nauðgunina heldur afleiðingar hennar – þau rúmlega fimm- tíu ár sem fylgja í kjölfarið og endalausa baráttu Dísu og Gríms um lífið og um orðið – þar sem Gríms er kona þöggun- ar en Dísa barn sannleikans. Strax í upphafi bókar kemur í ljós að Gríms, sem hefur haldið um pennann undanfarna áratugi, ætlar að víkja um stundarsakir fyrir Dísu sem fær að skrifa sína fyrstu (og mögulega síðustu) bók. Þær gera með sér nákvæman samning sem felur í sér að Dísa fái tæpa tvo mánuði til verksins og Gríms má ekki grípa inn í nema til að koma með athugasemdir ef henni finnst Dísa vera komin of langt frá sannleikanum. Það verður fljótlega ljóst að Gríms mun ekki halda sér til hlés svo frá upphafi verður þetta barátta milli þessara tveggja radda. Dísa ber Gríms hörðum sökum en Gríms verst með kjafti og klóm og þótt Dísa sé að mörgu leyti hetja þessar- ar sögu þar sem hennar er upprisan og lífið þá öðlast Gríms líka samúð lesand- ans. Dísa getur verið grimm og það er erfitt að horfa upp á þá útreið sem Gríms fær – lesandanum finnst hann þrátt fyrir allt þekkja Gríms – sem hefur skrifað allar þessar bækur, sem klæðir sig í svart og virðist vera ósæranleg. Er þetta ekki sú vigdís Grímsdóttir sem þjóðin þekkir – mest töff skáldkona sem Ísland hefur alið? Það tekur á að sjá Dísu úthrópa hana sem svikara, kúgara og hræsnara – jafnvel lélega skáldkonu! Það liðu áratugir áður en Gríms gat rætt nauðgunina við nokkurn mann en Dísa telur að atburðurinn hafi haft mun meiri áhrif á öll hennar skrif en Gríms hefur viðurkennt: „viltu ekki kannast við að bækurnar þínar hafa fjallað meira og minna um okkur tvær, um kúgarann og hinn kúgaða, um lífið og óttann, um raddirnar í höfðinu? segi ég. – Ansi held ég að það sé mikil einföldun, Dísa mín, segir hún …“ (bls. 131) Eftir þessa grein- ingu Dísu er ómögulegt annað en að skoða höfundarverk vigdísar í nýju ljósi, sjá kúgarann og hinn kúgaða, lífið og óttann og raddirnar skyndilega sem rauðan þráð í verkum hennar. Tvær andstæðar raddir sem þó eru tengdar órofa böndum koma ítrekað fyrir í bókum vigdísar, í Þögninni eru það Linda og amma hennar og nafna sem takast á, í Stúlkunni í skóginum eru það Hildur og Guðrún og í Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón hittir Ísbjörg fyrir stúlkuna á D ó m a r u m b æ k u r
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.