Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 2 139 ströndinni svo dæmi séu tekin. Ísbjörg fær raunar sérstaka athygli í Dísusögu og á margan hátt spegla sögurnar hvor aðra, Ísbjörgu er nauðgað sem barni og unglingi og hún festist í nokkurs konar vítahring endurtekninga. Flótti hennar yfir í annan heim er svo aftur sambæri- legur við yfirnáttúrulega heima sem aðrar persónur vigdísar hverfa til. Hér mætti nefna Grím í Kaldaljósi og Ein- fríði í Grandavegi 7. Í öllum tilvikum verða persónurnar fyrir einhverju sem gerir lífið óbærilegt og annar heimur og/eða annað sjálf kemur til bjargar. Bjargvætturinn reynist þó ávallt líka bera með sér ógn og vigdís er meistari í að draga upp myndir af heillandi en óhugnanlegum samböndum sem mörk- uð eru af valdi og valdleysi. Að þessu sögðu er það líka rétt hjá Gríms að það væri einföldun að ætla sér að útskýra allt höfundarverk vigdísar á þennan hátt. Það hvarflar líka stundum að les- andanum að kannski sé Dísa ekki full- komlega áreiðanlegur sögumaður þótt hún sé sú sem rýfur þögnina, opinberar og afhjúpar allt það sem „svarta þústin“ hefur reynt að þegja í hel. Þegar upp er staðið hafa þær kannski báðar eitthvað til síns máls. Dísusaga er ekki alltaf auðveld aflestrar en það stafar ekki af því að dvalið sé við þann skelfilega atburð sem er kveikjan að bókinni. vigdís fjallar lítið sem ekkert um nauðgunina – þeir aumu menn sem réðust á barn inni í skúr eru ekki þess verðir að þeir fái að vaða upp í bókmenntaverki áratugum síðar. Hér eru afleiðingarnar í brenni- depli. við nauðgunina dregur Dísa litla sig í hlé sem fyrr segir, hún stígur til hliðar og Gríms fæðist. Dísa er fyrst þakklát en þegar í ljós kemur að Gríms ætlar ekki að fara aftur heldur taka yfir líf hennar fer hún að berjast á móti bjargvætti sínum. Auðvitað er höfundur hér að setja fram á skáldlegan hátt það sem gerist hjá börnum við mikil áföll: þrosk- inn staðnar á einhverjum sviðum en verður jafnvel of bráður á öðrum. Að sama skapi búa fleiri en ein manneskja í okkur öllum og stundum verða átök á milli ólíkra afla í huga okkar. En við jafn skelfilegan atburð og hér um ræðir verða þessi skil skýrari. Sakleysið hverf- ur við nauðgunina og barnið verður ekki samt. Það dregur sig í skel sína og við tekur Gríms sem virðist betur í stakk búin til að takast á við lífið. En sambúðin er nánast samfellt stríð – Gríms er allt sem Dísa er ekki, Dísa vill klæðast litum en Gríms aðeins svörtu, Dísa vill skrifa um lífið og gleðina en Gríms um geðveiki og innilokun, Gríms drekkur bæði og reykir en Dísa þolir hvorugt. Þær eiga fátt sameiginlegt annað en ættlæga gláku sem gerir það að verkum að þær kjósa að ganga með sólgleraugu og ást sína á Norðurfirði þar sem bókin er rituð. Einstaka sinnum er þó vopnahlé þeirra á milli – og þær gera jafnvel eitthvað skemmtilegt saman: Mér var boðið að lesa upp í íslenska sendiráðinu í London á morgun og ég get ekki farið ef þú veinar svona og öskrar og æpir. Ég vil ekki að fólk heyri í þér óhljóðin, Dísa. Ég má ekki missa stjórn- ina, þú skilur það. – Má ég þá koma með þér, Gríms? – Þú verður þá að lofa að vera til friðs og halda kjafti allan tímann. – Ég lofa því ef þú lofar að reykja ekki inni á hótelherberginu, segi ég, og hún samþykkir það og við förum saman til London og hlustum á sendiherrann tala svo lengi um íslenska biskupa til forna að ég var alveg komin að því að stökkva fram og stöðva manninn. (bls. 85) Þó að Gríms hafi upphaflega verið sú sem virtist hæfari til að takast á við lífið þá reynist raunveruleikinn henni oft
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.