Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 141

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 2 141 hennar eigin lögmálum þar sem þættir eins og tími og rúm eru ekki heilagri en hvað annað. Eitt það skemmtilegasta við bókina er tilraunin til að brjótast út úr hefðbundnu skáldsöguformi, formi sem er þrátt fyrir allt mjög íhaldssamt. Hér er aldrei fast land undir fótum – tími og rúm, skáldskapur og veruleiki blandast saman og Dísa virðist leyfa sér að fylgja þönkum sínum hvert sem þeir leiða hana. Enda gengur hún yfir til kisa og heilsar upp á hann þar sem hann stend- ur á bryggjusporðinum: Og nú má ég til með að ganga til þín þar sem þú stendur því ég verð auðvitað að heilsa upp á þig í öllum töfrum: – Bless- aður, lastu ekki fyrsta kafla bókarinnar sem ég sendi þér? segi ég. – Jú, nú skil ég hann, þú ert þá hún Dísa Gríms? segir þú. – við erum stödd í öðrum kafla núna. Ég er rétt að ljúka við hann og akkúrat núna gerist það að við hittumst hérna í einhverjum dularfullum töfrum, það er ofboðslega gaman. Ég veit bara ekki hvernig þetta endar allt saman, segi ég. (bls. 50) Hinn eiginlegi viðtakandi bréfsins er sem sagt kisi og bréfið skrifað sem loka- tilraun til að lokka hann til baka – Gríms vill fá hann um aldur og ævi en Dísa í eina nótt. Kisi fær ekki sérlega góða útreið í sögunni – hann er hlægi- legur og hættulegur í senn. Hann hefur óhugnanlegt vald yfir Gríms en er engu að síður dreginn sundur og saman í háði. Það er erfitt að skella ekki upp úr yfir kunnuglegum lýsingum á því hvernig hann birtist þjóðinni í fjölmiðl- um: … Kisi á tali við Birgi Andrésson mynd- listarmann fyrir framan gamla Naustið. Kisi og rithöfundarnir Einar Már Guð- mundsson og Einar Kárason taka lagið á góðri stundu á Kaffibarnum. Kisi og viðar Eggertsson skála fyrir Borgarleik- húsinu. Kisi og Gyrðir Elíasson ræða saman á Lækjartorgi. Kisi og vinkona hans fagna Jóhönnu Sigurðardóttur, nýkjörnum formanni Samfylkingar- innar … (bls. 20) En mögulega kemur Gríms enn verr út úr frásögninni en kisi. Ef hann er hold- gerving klisjunnar um egóistann og menntasnobbið þá er fellur Gríms í allar hugsanlegar gildrur undirgefnu kon- unnar sem auðmýkir sig endalaust í von um ást og viðurkenningu. Það er dásamlega óþægilegt fyrir lesandann að upplifa niðurlægingu Gríms sem er svo hættulega auðvelt að tengja beint við skáldkonuna vigdísi Gríms og eftir mis- lukkaða tilraun Gríms til að drepa kisa er erfitt að stilla sig um að garfa í minn- inu og reyna að rifja upp hvort skáld- konan hafi einhvern tíma komist í frétt- ir fyrir líkamsárás. Þetta er bæði til marks um sannfæringarmátt bókarinn- ar sem og eðlislæga hvöt Íslendingsins til að heimfæra allan skáldskap uppá raunveruleikann og finna hverri einustu hræðu í bókmenntum samastað í Þjóð- skrá. En einnig spilar hér inn í hvernig bókin dansar sífellt á mörkum skáld- skapar og veruleika – á síðunum birtast raunverulegar persónur innan um þær skálduðu og skilin á milli þeirra oft óljós. Á einhvern þversagnakenndan hátt ýtir þetta stílbragð undir trúverð- ugleika bókarinnar. Sú tilfinning verður ráðandi að skáldskapurinn standi raun- veruleikanum ekki að baki hvað varðar heiðarleika, heldur bæti jafnvel við ein- hverjum annars konar sannleika. Þegar líður á söguna verður óhætt að draga þá ályktun að kisi sé ekki raun- verulegur elskhugi af holdi og blóði heldur einmitt annars konar sannleikur. Hann er táknmynd fyrir eitthvað óáreiðanlegt en langþráð í lífi Dísu og Gríms – ástina, velþóknun samfélagsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.