Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 142

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2014 · 2 eða jafnvel velþóknun lesenda Gríms. Þar snýr vigdís skemmtilega á lesand- ann sem iðar í skinninu yfir því að átta sig á því hver þessi eftirsótti kisi er – ef það er svo lesandinn sjálfur sem við er átt. Hér leikur formið sjálft stórt hlut- verk – þegar viðtakandi bréfanna er óljós og þögull er lesandinn sjálfkrafa settur í stöðu hans. Lesandinn verður kisi. En kannski er kisi þetta allt saman og meira til – enda segir Dísa í ávarpi í upphafi bókar: Kæri kisi, elskhuginn minn eini, lesandinn minn, gagnrýnandinn, kvennabósinn minn, snobbarinn og tittlingurinn fagri, heyrirðu í mér? (bls. 35) Það verður berlega ljóst að velþóknun kisa er ekki eitthvað sem álitlegt er að byggja drauma sína á – hún er hverful og yfirborðskennd, ljúfsár og skemmti- leg en svikul. Mismunandi afstaða Dísu og Gríms til kisa endurspeglar svo á margræðan hátt afstöðu þeirra til skáld- skaparins og lífsins. Dísa er, þrátt fyrir allt, frjálsari og sjálfstæðari í hugsun en Gríms sem er reiðubúin að fórna öllu til þess að halda andlitinu gagnvart umheiminum. Dísu er nokk sama hvað öðrum finnst, hún þarfnast ekki kisa, velþóknunar lesandans né samþykkis umheimsins á sama hátt og Gríms. Hún gefur skít í þetta ef henni sýnist svo. En að sama skapi er það Gríms sem hefur haldið þeim stöllum gangandi í samfé- laginu, utan stofanna, eins og hún bend- ir Dísu oftar en einu sinni á. Á þver- sagnakenndan hátt mætti þannig segja að þráin eftir velþóknun kisa hafi haldið þeim réttu megin við línuna. Þetta dul- nefni elskhugans er rætt í bókinni og þótt Dísa hæðist sjálf að því liggja þræð- ir þess víða. Það kemur t.d. fram að það er Dísa sem málar Kisumálverkin svo- kölluðu sem skáldkonan vigdís Gríms málaði þegar hún var haldin ritstíflu og svo er erfitt að líta fram hjá tilvitnun í frönsku skáldkonuna Colette í upphafi bókar: „Það er aldrei sóun á tíma að verja honum með köttum.“ Dísusaga er ævisaga í einhverjum skilningi en umfram allt er hún skáld- saga enda höfundurinn skáld. En það er ekki bara vegna skáldskaparins og hins óræða sem þetta er ekki hefðbundin ævisaga. Hér er hreinlega ekki mikið fjallað um ævi höfundarins í raunheimi. Æskunni er lýst einna mest en þó eru það meira brot og myndir og þegar kemur að uppvaxtar- og fullorðinsárum grípur forvitinn lesandi í tómt. Í öllu falli ef hann er að sækjast eftir upplýs- ingum um ástina, barneignir, búsetu, vini og kunningja og allt það sem oftast skreytir ævisögur. Enda segir í fyrsta hluta þar sem Gríms tíundar samning- inn sem hún og Dísa gerðu sín á milli: „e) Skrifa ekki um foreldra okkar, systk- ini okkar og líf þeirra, nema að því litla leyti sem þau koma ef til vill við sögu og þá aðallega fyrir árið 1963. f) Sleppa allri umræðu um einkalíf vG sem skrif- uð verður fyrir sögunni, þ.e. sambönd- um hennar við kalla (nema kisa) og konur og þá sérlega Maríu Guðmunds ljósmyndara nema hjá því verði alls ekki komist framvindunnar vegna og til þess að varpa ljósi á eitthvað sem óskiljanlegt er.“ (bls. 11) Hér er markmiðið sem sagt að skrifa ekki um persónulega hagi höf- undar – áherslan er einfaldlega á allt öðrum hlutum – nefnilega sambandi Dísu og Gríms og sambandi þeirra við höfundarverk Gríms – sem og áður- nefndan kisa. Eftir allt saman er þetta kannski ekki ævisaga vigdísar Gríms heldur saga höfundarins sem er engu minna áhugaverð; átakanleg og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.