Hugur - 01.01.2015, Side 36

Hugur - 01.01.2015, Side 36
36 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason að því að smíða slíkt kerfi eins og ég hef verið að vinna að núna. Það er sérstakt verkefni í heimspeki að gera slíkt. Langoftast er maður að vinna með einhver ákveðin hugtök sem maður ætlar að greina nánar. Ég vil gjarna taka sem dæmi um þetta greiningu mína á hamingjuhugtakinu. Ég var búinn að pæla mikið í því hvað hamingja gæti verið og hvaða viðhorf menn hefðu til hamingjunnar. Menn voru að rannsaka hvort Íslendingar væru hamingjusamir og þá var spurningin í hvaða skilningi erum við hamingjusöm, hvað merkir hamingja fyrir okkur? Niðurstaða mín var mjög fljótt sú að hugtak á borð við hamingjuna væri það flókið að það væri útilokað að koma með einhverja skilgreiningu sem væri algerlega ásættanleg. Það myndi alltaf vera töluverður ágreiningur um það hvað hamingja væri. Við þessar aðstæður lít ég svo á að skylda okkar heimspekinga eða verkefni sé að reyna að greina niður þá þætti sem mestu skipta og eru hjálplegir til að veita okkur ákveðna yfirsýn: Hvaða ólíku þættir eru það sem spila saman þegar hamingjuhugtakið er annars vegar og þegar við erum að ræða um hamingjuna? Í þessu tilfelli leitaði ég mikið, eins og heimspekingar vinna gjarna, að orðum, hvaða orð höfum við yfir hamingju á íslensku önnur en bara hamingja? Uppruni orðsins hamingja er hamur, það er talað um hamskipti og hamingjan er gjarnan talin sem fylgidís, fylgja okkar og sumir virðast fæddir undir hamingjustjörnu. Það eru ýmis önnur hugtök eða orð sem við eigum á íslensku sem við þurfum að hugsa, eitt orðið er gæfa. Það er lykilorð og nátengt hamingj- unni. Svo höfum við orðið farsæld. Enn eitt orð sem við notum gjarnan til að lýsa hamingjusömum manni er gleði. Ég get varla ímyndað mér að maður sem ekki er glaður sé mjög hamingjusamur. Gleði er eitthvað sem fylgir hamingjunni. Síðan er það sem líklega er mest umdeilt í hamingjufræðum almennt og það er ánægja, ánægja er einhvers konar vellíðan, einhvers konar sæla sem hamingjusamur mað- ur upplifir. Þannig að samkvæmt þessari einföldu greiningu á fáeinum íslenskum orðum þá getum við dregið þá ályktun að hamingjusamur maður eða manneskja er gæfumenni, hún er farsæl, hún er lífsglöð og hún er ánægð. Þarna er komin ákveðin lýsing á hamingjusamri manneskju, virðist mér. Þetta er bara lýsing út frá orðum, en nú hefst hin heimspekilega greining á hamingjunni þar sem ég beiti fræðilegri hugsun á þessi hugtök. Við sjáum þá að þau eru ekki öll á sama sviði. Þau leika ekki sama hlutverk ef svo má segja. Ef sagt er að hamingjan sé fólgin í ánægju, þá er ánægjan langoftast fólgin í því að vera sæmilega auðugur, njóta ákveðinna valda og viðurkenningar í samfélaginu, maður sem nær árangri í sínu starfi er yfirleitt ánægður. Ánægjan er fyrir marga keppikefli í lífinu, þeir vilja vera ánægðir og þeir leggja það að jöfnu við að vera hamingjusamur. Þetta viðhorf er bersýnilega huglægt, ánægjan er margvísleg þannig að þetta er algerlega huglægt viðhorf til hamingjunnar sem mjög margir hafa, sennilega meirihluti fólks. Það er mjög auðvelt að sýna fram á hvernig þetta viðhorf stangast á við það viðhorf sem lítur svo á að hamingja sé fólgin í farsæld, að farsælli manneskju farnist vel, allt sem hún tekur sér fyrir hendur tekst henni vel. Hugur 2015-5.indd 36 5/10/2016 6:45:03 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.