Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 32
32 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason
Þetta er þá kannski leið til að komast hjá því að gera það sem fræðimenn eru stund-
um gagnrýndir fyrir að gera, þ.e.a.s. að þeir lesi sinn eigin skilning aftur á bak inn í
hugmyndir fyrri tíma, sem kannski ekki voru til staðar þá, að menn villist einhvern
veginn þannig á eigin samtíma og segjum einhverjum öðrum tíma.
Það er örugglega mjög algengt að menn flytji hugmyndir af einu menningar-
tímabili yfir á annað og allt í einu slái saman tveimur eða þremur ólíkum
tímaskeiðum og hugsanlega fari þá allur skilningur á skjön við einhverja raun-
verulega þróun í t.a.m. tiltekinni sögu. Það er í þessu sambandi rétt að benda
á það að þegar um er að ræða túlkun á t.a.m. merkilegum bókmenntaverkum
eða heimspekiritum, leikritum eða jafnvel atburðum sem eiga sér stað í sögunni,
eru yfirleitt ýmiss konar túlkunarmöguleikar. Túlkunarfræðin einkennist í mjög
ríkum mæli og hefur gert frá fornu fari og gerir enn þann dag í dag, bæði í
heimspeki og í mannlegum fræðum, almennt af deilum og átökum á milli ólíkra
sjónarmiða. Svona túlkunardeilur geta sprottið upp af stórum málum, ef ég má
orða það þannig, menn geta viljað túlka eitthvert verk og stundum eru til flóknar
og merkilegar fræðilegar kenningar sem eru lagðar til grundvallar í túlkun eins
og finna má hjá Freud og í sálgreiningunni, þar sem þekktar grískar goðsagnir
eru túlkaðar sem endurspeglun á togstreitu í sálarlífi og samskiptum foreldra og
barna, ödipusarkomplexinn er eitt af þessum frægu dæmum um slíkt. Alls konar
slíkar túlkunardeilur eru mögulegar. Einhverjir vilja hafna þessu sem fræðilegum
skáldskap, en aðrir vilja verja þetta. Síðan er ágreiningur oft, mér liggur við að
segja, um orðalag; einhver umorðar eitthvað með tilteknum hætti, af því hann
hefur ákveðin hugtök, ákveðinn orðaforða og hann túlkar eða tekur ákveðna setn-
ingu úr ákveðnu samhengi og setur hana í orð sem honum finnst vera sjálfsagt,
eðlilegt og skiljanlegt, en einhverjir aðrir vilja skilja allt öðrum skilningi. Þarna eru
oft deilur milli manna um bókstaflegan skilning og hvenær sé ástæða til að taka
hlutina bókstaflega og hvenær menn eigi að leyfa sér að vera frjálsari í þessum
efnum. Hér er það munurinn á hinu mælta máli og rituðu sem skiptir svo miklu
máli. Núna þegar við erum að tala saman, ef ég skil ekki spurningu þína, þá get ég
spurt þig og þú útskýrir strax betur og túlkar fyrir mér það sem vakir fyrir þér og
svo gagnkvæmt. Iðulega hef ég orðið var við það að gagnrýni sem heimspekingar
eru að beina hver að öðrum byggist á því að þeir leggja orðin út öðruvísi og vilja
skilja hlutina alveg ákveðnum skilningi en ekki öðrum og ásaka þá kollega sína
fyrir að vera ekki með réttan skilning. Þarna komum við reyndar að mínum dómi
að veigamiklu atriði sem er að þegar maður túlkar höfund á maður að spyrja
fyrst hvað vakir fyrir höfundi. Maður á að reyna að setja sig í hans spor. Þetta er
frumregla í túlkunarfræði þegar þú ert að túlka hugsun einhvers. Á hinn bóginn
ertu ekki í túlkun þegar þú ert að lesa texta, þú ert ekki að elta hugsun höfundar-
ins, heldur ertu að elta þína eigin hugsun og þú ert að nota ákveðinn höfund eða
hugtök frá einhverjum öðrum höfundi í samhengi sem þú sjálfur ert að hugsa
í, þannig að þú ert í raun og veru upptekinn af því að móta eigin hugsun og ert
ekkert að setja þig inn í það sem höfundurinn sem þú ert að nota, eða hugsanlega
misnota, er upptekinn af. Þarna er sjálfstæði ritmálsins gífurlega mikilvægt atriði
Hugur 2015-5.indd 32 5/10/2016 6:45:02 AM