Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 32

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 32
32 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason Þetta er þá kannski leið til að komast hjá því að gera það sem fræðimenn eru stund- um gagnrýndir fyrir að gera, þ.e.a.s. að þeir lesi sinn eigin skilning aftur á bak inn í hugmyndir fyrri tíma, sem kannski ekki voru til staðar þá, að menn villist einhvern veginn þannig á eigin samtíma og segjum einhverjum öðrum tíma. Það er örugglega mjög algengt að menn flytji hugmyndir af einu menningar- tímabili yfir á annað og allt í einu slái saman tveimur eða þremur ólíkum tímaskeiðum og hugsanlega fari þá allur skilningur á skjön við einhverja raun- verulega þróun í t.a.m. tiltekinni sögu. Það er í þessu sambandi rétt að benda á það að þegar um er að ræða túlkun á t.a.m. merkilegum bókmenntaverkum eða heimspekiritum, leikritum eða jafnvel atburðum sem eiga sér stað í sögunni, eru yfirleitt ýmiss konar túlkunarmöguleikar. Túlkunarfræðin einkennist í mjög ríkum mæli og hefur gert frá fornu fari og gerir enn þann dag í dag, bæði í heimspeki og í mannlegum fræðum, almennt af deilum og átökum á milli ólíkra sjónarmiða. Svona túlkunardeilur geta sprottið upp af stórum málum, ef ég má orða það þannig, menn geta viljað túlka eitthvert verk og stundum eru til flóknar og merkilegar fræðilegar kenningar sem eru lagðar til grundvallar í túlkun eins og finna má hjá Freud og í sálgreiningunni, þar sem þekktar grískar goðsagnir eru túlkaðar sem endurspeglun á togstreitu í sálarlífi og samskiptum foreldra og barna, ödipusarkomplexinn er eitt af þessum frægu dæmum um slíkt. Alls konar slíkar túlkunardeilur eru mögulegar. Einhverjir vilja hafna þessu sem fræðilegum skáldskap, en aðrir vilja verja þetta. Síðan er ágreiningur oft, mér liggur við að segja, um orðalag; einhver umorðar eitthvað með tilteknum hætti, af því hann hefur ákveðin hugtök, ákveðinn orðaforða og hann túlkar eða tekur ákveðna setn- ingu úr ákveðnu samhengi og setur hana í orð sem honum finnst vera sjálfsagt, eðlilegt og skiljanlegt, en einhverjir aðrir vilja skilja allt öðrum skilningi. Þarna eru oft deilur milli manna um bókstaflegan skilning og hvenær sé ástæða til að taka hlutina bókstaflega og hvenær menn eigi að leyfa sér að vera frjálsari í þessum efnum. Hér er það munurinn á hinu mælta máli og rituðu sem skiptir svo miklu máli. Núna þegar við erum að tala saman, ef ég skil ekki spurningu þína, þá get ég spurt þig og þú útskýrir strax betur og túlkar fyrir mér það sem vakir fyrir þér og svo gagnkvæmt. Iðulega hef ég orðið var við það að gagnrýni sem heimspekingar eru að beina hver að öðrum byggist á því að þeir leggja orðin út öðruvísi og vilja skilja hlutina alveg ákveðnum skilningi en ekki öðrum og ásaka þá kollega sína fyrir að vera ekki með réttan skilning. Þarna komum við reyndar að mínum dómi að veigamiklu atriði sem er að þegar maður túlkar höfund á maður að spyrja fyrst hvað vakir fyrir höfundi. Maður á að reyna að setja sig í hans spor. Þetta er frumregla í túlkunarfræði þegar þú ert að túlka hugsun einhvers. Á hinn bóginn ertu ekki í túlkun þegar þú ert að lesa texta, þú ert ekki að elta hugsun höfundar- ins, heldur ertu að elta þína eigin hugsun og þú ert að nota ákveðinn höfund eða hugtök frá einhverjum öðrum höfundi í samhengi sem þú sjálfur ert að hugsa í, þannig að þú ert í raun og veru upptekinn af því að móta eigin hugsun og ert ekkert að setja þig inn í það sem höfundurinn sem þú ert að nota, eða hugsanlega misnota, er upptekinn af. Þarna er sjálfstæði ritmálsins gífurlega mikilvægt atriði Hugur 2015-5.indd 32 5/10/2016 6:45:02 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.