Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 119

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 119
 Skynsamleg sjálfstjórn 119 fram kenningu33 um hvernig það má vera að hegðun fíkla stjórnist af öðru en löngun í fíkniefni. Kenning hans gerir í stuttu máli sagt ráð fyrir að fíkniefni hafi bein áhrif á kerfi í heilanum sem valda því að við höfum langanir og högum okkur í samræmi við þær. Með líkingamáli, sem ekki er frá Schroeder sjálfum, má segja að fíknin troði sér ekki í bílstjórasætið og grípi um stýrið heldur laumist undir húddið og grípi þar í stýrislegg og stýrisenda. Schroeder gerir grein fyrir því að umbunarkerfi heilans notar boðefnið dópamín til að láta okkur læra að gera það sem er gott fyrir okkur. Þetta kerfi eykur framleiðslu boðefnisins þegar umbun sem fæst af athöfn eða áreiti er meiri en sú sem búist var við. Með þessu lærum við að vænta góðs af athæfinu eða áreitinu og sækjast eftir endurtekningu. Við upplifum þennan samleik væntinga og eftirsóknar sem löngun. En fíkniefni láta boðefnið aukast alveg óháð því hvort við fáum einhverja umbun fyrir neyslu þeirra og við „lærum“ því að endurtaka neysluna óháð því hvort hún veitir ánægju. Undirliggjandi kerfi í heilanum túlkar neyslu eins og hún veiti umbun umfram það sem vænta mátti, ekki vegna þess að hún geri það heldur vegna þess að hún „falsar gögn“ með því að framleiða beint efnið sem venjulega er notað til að láta vita að eitthvað sé eftirsóknarvert. Úr verður tilhneiging til að endurtaka neysluna án þess að endilega fylgi nein trú á að hún sé á nokkurn hátt til góðs. Þessi kenn- ing skýrir ef til vill hvernig það getur gerst að neysla haldi áfram þrátt fyrir að eiginleg löngun sé ekki til staðar, þar sem einn þátt hennar vantar, það er að segja væntingu um að það sem sóst er eftir veiti einhverja umbun eða ánægju. Kenning Schroeders skýrir þó ekki ein og sér hvers vegna fíklar móta flóknar ráðagerðir og staðföst áform um að komast yfir efni þrátt fyrir að neyslan stríði bæði gegn skilningi þeirra á hvað þeim er fyrir bestu og gegn löngun þeirra til að losna úr ánauðinni sem neyslan er. Það er eins og bilun í undirliggjandi kerfi, sem lætur langanir verða til og virka, geti haft áhrif ofar í stigveldinu frá athöfnum til þekkingar, nefnilega þar sem ásetningur, áform og ætlanir verða til. Sumar athafnir fíkniefnaneytenda virðast sem sagt bæði í ósamræmi við skilning þeirra og langanir en samt er þeim stýrt af ásetningi. Aðrar bilanir á þessari neðstu hæð eru hins vegar yfirleitt þannig að menn gera eitthvað sem stríðir gegn öllu í senn, skilningi, ætlun og löngun. Það er eins og sá þáttur löngunar sem er fólginn í tilhneigingu til að endurtaka geti stjórnað ásetningi manna þótt aðra þætti vanti, þar á meðal væntingar um að eitthvað gott hljótist af endurtekningunni. Lokaorð Ef greinargerð mín fyrir fjórum flokkum stjórnleysis er rétt þá er skortur á skyn- samlegri sjálfstjórn ekki vandamál af einni gerð heldur mörgum. Þessi flokkur vandamála er ekki bara sundurleitur heldur líka algengur. Eitthvað af þessu tagi hrjáir flesta menn eða alla. Það er hægt að missa stjórn á fleiru en sjálfum sér. Bílstjórar geta til dæmis misst stjórn á ökutæki. Mögulegar ástæður þess eru margar og sundurleitar. Þær 33 Schroeder, 2010. Hugur 2015-5.indd 119 5/10/2016 6:45:27 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.