Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 162
162 Hugur | Ritdómar
lesenda því hún bregður upp skuggsjá af
íslenskri heimspeki sem okkur er hollt að
horfast í augu við. Í þessu ljósi fer vel á
því að á kápu bókarinnar er mynd af Sól-
fari (1990) Jóns Gunnars Árnasonar. Hin
síðari ár hefur verkið einna helst notið
athygli erlendra ferðamanna þar sem það
stendur niður við Sæbraut. Er svo kom-
ið að það er eitt af þekktari kennileitum
Reykjavíkur. Í fyrstu gæti einhver haldið
sem svo að kápumyndin undirstriki að
ritið sé fyrst og fremst ætlað erlendum
gestum. Svo er þó alls ekki og vert að hafa
í huga orð Jóns Gunnars sjálfs um að sól-
farið feli í sér fyrirheit um ónumið land.
Í samhengi Inquiring into Contemporary
Icelandic Philosophy minnir Sólfarið á að
viðfangsefni bókarinnar er enn að miklu
leyti ónumið land í fræðilegum skiln-
ingi. Það mætti líka segja sem svo að
enn eigi eftir að rekja fjölmarga þræði í
landnámi heimspekinnar í íslensku sam-
hengi. Sú túlkun verður áleitnari þegar
tekið er tillit til upplifunar lesandans af
Íslandskortinu á síðustu opnu bókarinn-
ar. Standi lesandinn í þeirri trú að kortið
marki á tæmandi hátt þá staði hér á landi
sem skipta máli í samhengi íslenskrar
heimspeki, skyldi engan undra þótt hann
teldi að landið væri að miklu leyti ón-
umið.2
Inquiring into Contemporary Icelandic
Philosophy vekur m.a. þá spurningu hvort
mögulegt væri að ráðast í nákvæmari
skrásetningu á ævi, störfum, verkum og
aðferðum þeirra sem hafa fengist við
heimspekileg fræði í samhengi íslenskrar
menningar. Þó ólíku sé saman að jafna
má líta til verksins Íslenskir sagnfræðingar
(2002 og 2006). Í fyrra bindi þess var
safnað saman hefðbundnum æviskrám
auk yfirlits um sögu Sagnfræðingafélags
Íslands. Í síðara bindinu höfðu starfandi
sagnfræðingar hins vegar sjálfir orðið og
gerðu grein fyrir helstu viðfangsefnum
sínum og aðferðafræðilegum forsend-
um.3 Ef við ímyndum okkur verk sem
gæti borið titilinn Íslenskir heimspekingar
myndi það varla fylla mörg bindi en eins
og Inquiring into Contemporary Icelandic
Philosophy sýnir fram á er slíkt verk engin
fjarstæða. Á hinn bóginn er vandséð
hvaða lærdóma við gætum mögulega
dregið af slíku verki um íslenska heim-
speki.
Jakob Guðmundur Rúnarsson
1. Sjá: Rorty, Richard: „The historiography of
philosophy: four genres“, Ideas in Context:
Philosophy in History. Essays on the histor-
iography of philosophy. Ritstj. Richard Ror-
ty, J.B. Schneewind og Quentin Skinner.
Cambridge University Press. Cambridge,
1984. Bls. 49–75.
2. Því miður verður ekki hjá því komist að
gagnrýna myndvinnslu kortsins. Miðað
við hve stóran flöt myndin þekur er upp-
lausnin ekki nógu mikil og er hún eftir því
óskýr. Þannig virðist t.a.m. Skálmarnes
við Breiðafjörð ekki vera landfast og væri
leiðinlegt ef að slíkar sögusagnir kæmust á
kreik.
3. Sjá: Íslenskir sagnfræðingar. Fyrra bindi.
Sagnfræðingatal og saga Sagnfræðingafélags
Íslands. Ritstjórar: Ívar Gissurarson, Páll
Björnsson, Sigurður Gylfi Magnússon,
Steingrímur Steinþórsson. Mál og mynd.
Reykjavík, 2006; Íslenskir sagnfræðingar.
Seinna bindi. Viðhorf og rannsóknir. Rit-
stjórar: Loftur Guttormsson, Páll Björns-
son, Sigrún Pálsdóttir, Sigurður Gylfi
Magnússon. Mál og mynd. Reykjavík,
2002.
Hugur 2015-5.indd 162 5/10/2016 6:45:47 AM