Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 70

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 70
70 Sigríður Þorgeirsdóttir á mennsku og mannúð, en líkaminn tengir manninn við jörðina og allar aðrar lífverur. Sem líkamar erum við tengd öðrum mennskum og ómennskum dýrum. Við erum hvert öðru háð, á hnattræna vísu sem menn, og sem jarðarbúar erum við ein tegund meðal annarra sem eru hver annarri háðar. Það ljær okkur dýpri skilning á því hvað það merkir að vera „maður“ og „mannlegur“, ekki síst á tímum örrar tækniþróunar sem setur hugmyndir okkar um mann og mennsku í spurn og umbreyta þeim. Gjörningskenning Butler býður upp á góðan hugtakaforða til þess að greina aðstæður, samhengi og tengsl líkama. Spurningar eins og „Hvernig breyta líftækni og netið vitund okkar og hvernig skilyrða þau líkamleika okkar?“ falla vel að nálgun sem skýrir hvernig gjörningar eru skilyrtir af aðstæðum sem þessum. Gjörningskenningin er hins vegar ekki eins vel til þess fallin að greina skapandi frumkvæði sem á sér líkamlegar rætur. Kenning Butler, sem ég ræði hér sem fulltrúa hinseginkenningar, var tilraun til nokkurs konar viðmiðaskipta í kynjafræðum með þeirri hugmynd að bæði kyn (líffræðilegt kyn) og kyngervi (samfélags-menningarlegt kyn) væru afurðir gjörnings-orðræðu. Þannig einskorðaði Butler hugtak sitt um líkama við orð- ræðu-verufræði, sem leiðir til skerts sjónarhorns, sérstaklega vegna þess að Butler tekur mið af kenningum sálgreiningar. Í bók sinni um Sálrænt líf valdsins (Psychic Life of Power, 1997), sem kom út eftir Kynusla (Gender Trouble, 1990), fjallar Butler um sálræn djúplög kyngervis. Í stuttu máli sagt, kemst hún að þeirri niðurstöðu að sálrænar víddir séu innlimaðar í líkamann. Það merkir að tilfinninga- og sálarlífið sé skilyrt af samfélags-menningarlegum öflum sem eru hlutar vitundar sjálfsins. Butler styðst við kenningu Nietzsches í Sifjafræði siðferðisins þar sem hann greinir hvernig löngunin beinist gegn sjálfri sér með því að snúa árásarhvötinni inn á við.13 Öflin ná þannig fótfestu í vitundinni og verða þar með hluti af hugsuninni. Á grundvelli þessa ályktar Butler að sálræn tilvist okkar sé afsprengi samfélags- legra áhrifavalda sem sálin sem þeir móta hylur og styrkir í sessi. Valdið framleiðir sálina að hennar mati og þess vegna samsinnir hún Foucault um að sálin sé fang- elsi líkamans.14 Tjáningarmáttur líkamans, hæfnin til að skynja innra ástand hans til þess að geta tjáð það, er hin hlið heimspeki líkamans. Líkaminn er hin mikla skynsemi, eins og Nietzsche komst að orði í kaflanum um „Smánara líkamans“ í riti sínu Svo mælti Zaraþústra.15 Það er fyrirbærafræði líkamans sem hefur að geyma kenn- ingar um tjáningarmátt líkamans, en að mínu mati hefur Nietzsche þessa hlið líkamleika fyrir sjónum þegar hann fjallar um það að tjá eitthvað nýtt. Það merkir ekki að innra ástand líkama sem er tjáð sé „eðli“, „náttúra“ eða „kjarni“. Eins og Foucault hefur sýnt fram á með túlkun sinni á sifjafræðikenningu Nietzsches er ekki hægt að fastsetja einn ákveðinn uppruna ástands.16 Sérhvert frumeðli var einhvern tímann áunnið eðli vegna þess að allir eiginleikar og einkenni þróast í samspili við umhverfi og verða þannig til. Það á einnig við um það sem stundum 13 Butler, 1997: 63. 14 Butler, 1997: 59. 15 Nietzsche, 1996: 60–61. 16 Foucault, 2005. Hugur 2015-5.indd 70 5/10/2016 6:45:12 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.