Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 133
„Gagnrýnin hugsun“ í gæsalöppum 133
verufræði. Að möguleikarnir á að vera séu ekki fyrirfram fastmótaðir og gefi
manni og konu rými til að vera á iði.
Gagnrýnin iðja og hugsun gengur þannig ekki út á að fara eftir tilteknum flokk-
um heldur að spyrja sig um sjálfa flokkunina og reyna að sjá handan sjóndeildar-
hrings félagslegs skilnings okkar. Þessi iðja gengur ekki út á að máta eða meta
skoðun eða dóm út frá skilgreiningu á gagnrýninni hugsun – hún gengur ekki út
á að sjá í þessum orðum nýja skilgreiningu til að fara eftir, heldur gengur hún út
á að varpa sér út í hið óþekkta og samþykkja ekki status quo ef það reynist manni
(eða öðrum) kúgandi. Að hugsa gagnrýnið er að skoða þann þekkingarramma
sem er grundvöllur tilvistar okkar og hvernig að hann mótar þær reglur sem við
notum til að fella dóma.
En hver er þessi þekkingarrammi? Er virkilega hægt að tala um einn þekk-
ingarramma? Eru þeir ekki þúsund? Þekkingin sjálf flæðir um allt, sérstaklega
með tilkomu internetsins og sístækkandi mannkyns, er abstraksjónin ekki aðeins
of mikil þegar aðeins er talað um einn ramma? Þekking eða upplýsingar eru afar
flæðandi fyrirbæri. Það felst alltaf ákveðin abstraksjón í því að hugsa, rita og tala
á þennan hátt um þekkingarramma. Kannski mætti því segja að þekkingarramm-
inn tilheyri hinu þvingaða, almenna. En engu að síður, hvort sem við tölum um
einn þekkingarramma eða þúsund þá getur nálgun sem þessi vel boðið upp á
mörg ólík sjónarhorn ef hún er löguð að sértæku viðfangsefni eða sett í samhengi
á sama hátt og þegar við segjum að við setjum upp kynjagleraugun.
Þá vaknar aftur upp spurningin af hverju þessi nálgun er svo einstaklingsbund-
in; á endanum eru gleraugu eða hattur aðeins fyrir eina manneskju! Erum við
alltaf ein í andófinu? Er manneskjan ávallt ein þegar hún finnur fyrir mörkum
þekkingarrammans? Er maður alltaf einn í því að stækka verusviðið með því að
skapa nýja þekkingu? Butler er mjög umhugað um andóf, sanngjarnari samfé-
lagsgerð og hefur barist fyrir réttindum minnihlutahópa bæði í réttindabaráttu
hinsegin fólks og fólks á átaka- og stríðshrjáðum svæðum. Því er hún við fyrstu
sýn allt annað en talsmaður einstaklingshyggju.
Það er vissulega afar ríkur tilvistarlegur skilningur í þessari sýn á gagnrýni en
á sama tíma er mikil meðvitund um hinn/hina (annað fólk) í verkum Butler. Í
nýrri verkum hennar er enn fremur mun meiri áhersla lögð á siðfræði en áður og
sérstaklega á siðfræðilegt samband okkar við aðra. Butler kemur aftur og aftur
að sambandi okkar við aðra og hvernig við bregðumst við varnarleysi þeirra.56
Með það til hliðsjónar verður meðvitund um upplifun annarra af þeim þekk-
ingarramma sem myndar sameiginlega tilvist okkar að lykilatriði. Það er ekki alltaf
um þekkingarrammann sem skilyrðir þína tilvist að ræða, heldur ert þú oft á
tíðum að taka þátt í að búa til þekkingarramma sem að skilyrðir tilvist annarra
án þess að þú hafir hugmynd um það! Þú gætir jafnvel verið að byggja upp þekk-
ingarmúr sem aðgreinir þig og þína frá öðrum hópum. Umfjöllun um manns
eigin stöðu í félagsheiminum sem og meðvitund(arleysi) manns gagnvart stöðu
annarra hefur verið ofarlega á baugi gagnrýninna fræða síðustu ára.57 Dæmi um
56 Butler, 2005.
57 Linda Alcoff hefur bent á að við skoðun slíkrar stöðu þurfi að passa að hylma ekki yfir hve fljót-
Hugur 2015-5.indd 133 5/10/2016 6:45:33 AM