Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 5

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 5
Hugur | 27. ár, 2015 | s. 5–7 Inngangur ritstjóra Ég lít á mig sjálfan og ég lít á okkur sjálf sem andlegar, efnislegar, líkamlegar verur í senn, óaðgreinanlegar í þeirri merkingu að ég get ekki skilið hugann, hugmyndirnar eða hugsanirnar frá líkamanum. Ég er minn eigin líkami um leið og ég er þessi hugsandi vera í líkama mínum.1 Í þessum orðum Páls Skúlasonar vefjast saman tveir meginþræðir Hugar 2015: hugsun Páls og hugsun um líkamann, og í líkamanum. Á árinu kvöddum við með mikilli eftirsjá líkama Páls Skúlasonar, eins áhrifamesta og eftirminnilegasta heimspekings Íslandssögunnar. En hugsun hans lifir að eilífu. Rétt eins og hugsun hans líkamnaðist í öllum hans athöfnum á meðan hann lifði, heldur hún áfram að líkamnast í öllum þeim orðum sem hann gaf okkur. Þau fjölmörgu verk sem eftir hann liggja munu halda hugsun hans lifandi í gegnum samræður okkar og kom- andi kynslóða við þessi verk. Páll tók mjög vel í þá ósk mína að fá að birta viðtal við hann í Hug og er það enn eitt dæmið um hversu gjafmildur hann var á hugsun sína, og óþreytandi allt fram á síðasta dag við að deila henni með öðrum. Ég er honum, fjölskyldu hans, og Jóni Ásgeiri Kalmanssyni óendanlega þakklát fyrir að hafa gert viðtalið sem birtist hér að veruleika þrátt fyrir erfiðar kringumstæður. Þakkir fá einnig Vilhjálmur Árnason fyrir að deila með okkur minningarorðum sínum um Pál og þau Ólafur Páll Jónsson, Róbert Jack og Bára Huld Beck fyrir umfjallanir sínar um þrjár af þeim bókum sem Páll gaf út á síðustu árum. Það efni sem hér birtist og er tileinkað Páli, ásamt fyrirhugaðri ráðstefnu um heimspeki hans vorið 2016, er í mínum huga mikilvægt skref í því verkefni komandi kynslóða að halda áfram að vinna úr óþrjótandi brunni frjórrar hugsunar Páls. Eins og kemur fram í tilvitnuninni hér að ofan, var staða okkar sem líkamlegar verur, ekki síður en andlegar og efnislegar verur, Páli hugleikin, enda var hugs- un hans undir sterkum áhrifum fyrirbærafræðinnar, þeirrar greinar heimspek- innar sem hefur beint athygli sinni hvað mest að líkamanum. Fyrirbærafræðin er vaxandi fræðigrein hér á landi eins og annars staðar á Norðurlöndunum og þýðing Steinars Arnar Atlasonar og Egils Arnarsonar á kafla úr Fyrirbærafræði skynjunarinnar eftir Maurice Merleau-Ponty sem hér birtist styður við þann vöxt. Áður hefur þýðing á formála sömu bókar birst í Hug2 og vonandi verður þýðing á bókinni í heild sinni að veruleika í náinni framtíð. 1 Viðtal Jóns Á. Kalmanssonar við Pál Skúlason, bls. 17 2 Maurice Merleau-Ponty, Formáli að Fyrirbærafræði skynjunarinnar, Jón Laxdal Halldórsson, Páll Skúlason og Björn Þorsteinsson þýddu, Hugur, 20. árgangur, 2008, s. 113–126. Hugur 2015-5.indd 5 5/10/2016 6:44:51 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.