Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 163

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 163
 Dagbók 2016. Árið með heimspekingum 163 Ritstjórar og höfundar: Erla Karlsdóttir, Eyja M. Brynjarsdóttir, Nanna H. Hall- dórsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. Dagbók 2016. Árið með heimspekingum. Háskólaútgáfan. 2015. Haustið 2015 kom út á vegum Háskólaút- gáfunnar Dagbók 2016. Árið með heimspek- ingum. Dagbókin en önnur sinnar tegundar en Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur er ein höfundur að Dag- bók 2014. Árið með heimspekingum sem er upphafið að þessu átaki að kynna kven- hugsuði á skemmtilegan og aðgengilegan hátt í dagbókarformi. Hver vika ársins er helguð einum hugsuði sem er kynntur með stuttum pistli og mynd. Auk þess að kynna til leiks starfandi samtímaheim- spekinga og fræðakonur frá fyrri öldum inniheldur dagbókin einnig nokkra pistla um gyðjur. Ástæðan sem höfundar gefa fyrir því er sú að „þær eru tákngervingar fyrir hugmyndir um kvenleika og þau átök sem sem hafa staðið um hann í heimspeki og hugmyndasögu Vestur- landa“. Einnig eru nokkrir rithöfundar, skáld og aðgerðasinnar, sem annars ekki eru þekktir sem heimspekingar, teknir með í þessa samantekt. Sú ákvörðum að víkka út eða brjóta upp ramma heimspekinnar um það hver teljist heimspekingur og hver ekki, er í takti við þá gagnrýni sem meðal annarra einn höfunda dagbókarinnar, Eyja Mar- grét Brynjarsdóttir, hefur fjallað nokkuð um og tengist kerfislægri kvennafæð heimspekinnar.1 Eins og höfundar leggja áherslu á í inngangsorðum sínum hafa konur „ævinlega stundað heimspeki þó framlag þeirra hafi oftar en ekki leg- ið í þagnargildi“. Höfundar vilja með þessu framlagi varpa nýju ljósi á sögu mannlegrar hugsunar sem þær telja að birtist á annan hátt frá sjónarhóli heimspeki kvenna. Ég styð þetta mark- mið heilshugar enda margar ástæður til að endurskoða og halda uppi gagnrýnu viðhorfi til kanónu hugmyndasögunn- ar. Kanóna er hugtak sem er notað yfir samsafn höfunda og texta sem taldir eru miðlægir fyrir ákveðna hefð þekkingar, hugsana, lista og fræða. Algengt viðhorf til kanónu er að hún sé á einhvern hátt náttúrulega tilkomin eða sjálfsprottin. Það sjónarhorn gefur til kynna að þeir textar eða höfundar sem eru kanóníseraðir, þ.e. ná mikilli útbreiðslu og verða sjálfsagðir innan hefðarinnar, veljist inn í kanónuna vegna gæða og frumleika fyrst og fremst, og síðan vegna þess sem Hans Georg Gadamer hefur kallað áhrifasögu þeirra.2 Á seinustu áratugum hafa femínistar, gagnrýnir hugsuðir frá fyrrverandi ný- lendum og aðrir jaðraðir hópar sett spurningarmerki við þetta náttúrulega sjónarhorn. Þá hefur því verið haldið fram að úrvalið sé að mörgu leyti hlut- drægt og endurspegli verk og afrek mjög einsleits hóps sem oftast tilheyri sama kyni, litarhætti eða stétt. Hvað sem því líður er ljóst að gleymska og jafnvel þöggun eru óhjákvæmilegir fylgifiskar kanóníseringar. Í því sam- bandi hefur sagnfræðingurinn Mich- ael-Rolph Trouillot greint fjögur stig þöggunar eða gleymsku sem á sér stað í ferli sögusköpunar og ritunar. Sú fyrsta varðar skráningu og ritun, hvaða at- burðir eru skjalfestir og hvaða atburðir verða gleymskunni að bráð. Annað stig Dagbók 2016. Árið með heimspekingum Hugur 2015-5.indd 163 5/10/2016 6:45:48 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.