Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 53

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 53
 Líkamlegar hugverur 53 Í hinni fyrirbærafræðilegu rannsókn biður Husserl okkur um að slá þessum dómi á frest. Það er að segja, við setjum hina náttúrulegu afstöðu innan sviga áður en við hefjum rannsókn okkar. Frestunin, eins og hún hefur verið lögð hér fram, hefur þó verið skotmark mikillar gagnrýni á fyrirbærafræðina og hefur meðal annars þótt undirstrika að hversu miklu leyti Husserl var hughyggjumaður. Aðferðin þykir þá ekki harla ólík efa Descartesar, að því einu undanskildu að við höfum hætt að tala um kartesískt egó og tölum þess í stað um forskilvitlega vitund. Eins og áður hefur verið snert á, hefur verið lagt til að fyrirbærafræði Husserls fáist ekki við raunveruleikann eða heiminn sem slíkan, heldur sé hann fyrst og fremst að fást við hugmyndir okkar um heiminn. Þ.e.a.s. ekki skynjun okkar á heiminum sem slíkum heldur hugmyndir okkar um skynjunina. Hugmyndin er þá að Husserl hafi verið að fást við birtingarmyndir ákveðinna huglægra fyrirbæra, en að heimurinn sem slíkur sé ekki til umræðu hjá honum. Hann sé því, gegn vilja sínum, fastur í hugsunarhætti á borð við þann sem ein- kennir þýsku hughyggjuna sem hættir til að stilla vitundinni upp sem skapara umhverfis síns. Fyrirbærafræðin verður þá að ákveðinni tegund af sjálfsíhugun (e. introspection), þar sem við lokum okkur af og sitjum í hinum margrómaða heimspekistól og hugsum um heiminn út frá honum. En það er mikilvægt hér að átta sig á því að Husserl er með frestun sinni ekki að biðja okkur að slá raunveruleikanum á frest, heldur eingöngu ákveðnum verufræðilegum hugmyndum um birtingarmynd hans. Markmiðið er hvorki að fullyrða að heimurinn sé til, né að fullyrða að hann sé það ekki, því það er ekki tilvist hans sem er til umræðu nú. Hér er ætlunin ekki að efast um tilvist heimsins, heldur er gerð tilraun til þess að rannsaka birtingarmyndir hans. Við hættum að horfa á hlutina sem slíka og beinum sjónum okkar þess í stað að því með hvaða hætti þeir birtast okkur.15 Við setjum hina náttúrulegu afstöðu innan sviga einmitt til þess að geta hafið rannsóknir á henni. En hér virðist líkaminn vera fjarri góðu gamni, ekki síst þegar Husserl lýsir þessari aðgerð í fyrstu bók Hugmynda með þeim orðum að frestunin sé fram- kvæmd með því að nálgast hreina meðvitund. Þarna förum við sjálfkrafa að hugsa um kartesíska egóið, ólíkamnaða sál. En eins og Elizabeth Behnke, Dan Zahavi og fleiri hafa bent á þá megum við ekki vera of fljót á okkur, því að af lestri annarrar bókar Hugmynda verður 15 Sjá t.d. Zahavi, 2003: 45–46 og Steinbock, 1995: 13. Hér er nokkuð sem vert er að minnast á, því freistandi er að skilja fyrirbærafræði alfarið sem ákveðna tegund þekkingarfræði, en slíkt væri misskilningur. Þegar ég fæst við hina forskilvitlegu rannsókn innan hinnar fyrirbærafræðilegu frestunar þá birtast mér heimurinn og hið forskilvitlega sjálf ekki sem afmarkaðar einingar sem hægt er að hugsa um óháðar hvora annarri, heldur birtist mér sjálfið og heimurinn í algerri gagn- virkni. Heimurinn birtist mér sem fyrirbæri, phenomenon, því að við erum að fást við upphafs- punktinn í samvirkni sjálfs og heims. Og hér er einmitt ekki verið að halda því fram að hugurinn skapi heiminn eða að heimurinn sé í raun og veru bara sýnd, heldur gerir Husserl hér tilraun til þess að yfirstíga aðskilnaðinn í subject og object, eða í það minnsta að rannsaka rætur þeirrar skipt- ingar. Þannig er núverandi rannsókn ekki að fást við þekkingarfræði, heldur hitt hvernig heimur og meðvitund raungerast í gagnkvæmu sambandi sínu. Þetta er hinn eiginlegi upphafspunktur fyrirbærafræðilegrar rannsóknar. Hugur 2015-5.indd 53 5/10/2016 6:45:08 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.