Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 42
Hugur | 27. ár, 2015 | s. 42–47
Maurice Merleau-Ponty
Samþætting eigin líkama
Kafli 1. 4 úr Fyrirbærafræði skynjunarinnar
Greiningin á líkamlegu rými hefur leitt okkur að niðurstöðum sem hægt er að
draga almennar ályktanir af. Við tökum nú fyrst eftir því, með tilliti til okkar eigin
líkama, hvað er satt um alla skynjaða hluti: Það að skynjun rýmisins og skynjun
hlutarins, rúmtak hlutarins og vera hans sem hlutar eru ekki tvö aðskilin vanda-
mál. Kartesísk og kantísk hefð hefur þegar sýnt okkur fram á þetta; hún gerir
það sem ákvarðar rýmið að eðli hlutarins; hún sýnir í tilvistinni partes extra partes
(hluta utan hlutanna) og hvernig tilvistin í sjálfri sér getur aðeins átt sér merk-
ingu í því hvernig rýmið dreifist. En sú hefð skýrir hvernig við skynjum hlutinn
út frá því hvernig við skynjum rýmið, enda þótt reynslan af okkar eigin líkama
kenni okkur að fella rýmið inn í tilvistina. Vitsmunahyggjan [intellectualisme]1 sér
greinilega að „mynstur hlutarins“ og „mynstur rýmisins“2 eru samofin, en smættar
hið fyrra í hið síðara. Reynslan afhjúpar undirstöðurúmtak undir hlutlægu rými
þar sem líkaminn tekur sér á endanum bólfestu og reynslan af því er einungis ytra
lag er rennur saman við sjálfa veru líkamans. Eins og við höfum séð felst það að
vera líkami í því að tengjast ákveðnum heimi; líkami okkar er ekki fyrst í rými:
hann helgar sig rýminu [il est à l ’espace]. Hver sá sem er með skerta hreyfigetu
[anosognosie] og líkir handlegg sínum við langan og kaldan „snák“,3 kemst ekki
hjá því að bera kennsl á hlutlægar útlínur hans. Jafnvel þegar sjúklingurinn leitar
árangurslaust að handleggnum eða skorðar hann til þess að týna honum ekki, veit
hann vel hvar handleggurinn er, enda er það þar sem hann leitar hans og skorðar
hann.4 En ef sjúklingurinn upplifir rúmtak handleggjar síns sem framandi, ef mér
1 [Þegar Merleau-Ponty skrifaði Fyrirbærafræði skynjunarinnar var enska orðið intellectualism not-
að yfir það sem við þekkjum í dag sem cognitivism. Sbr. Taylor Carman og Mark B.N. Hansen,
„Introduction“, The Cambridge Companion to Merleau-Ponty, Cambridge, Cambridge University
Press, 2005, bls. 12 – þýð.]
2 Cassirer, Philosophie der symbolischen Formen, III, annar hluti, kafli II. [Berlín, 1929]
3 Lhermitte, L’Image de notre corps, bls. 130. [Nouvelle revue critique, 1929]
4 Van Bogaert, Sur la pathologie de l ’Image de soi, bls. 541. [Études anatomo-cliniques. Annales Méd-
Hugur 2015-5.indd 42 5/10/2016 6:45:05 AM