Hugur - 01.01.2015, Side 19

Hugur - 01.01.2015, Side 19
 Hugtökin búa í hjarta okkar 19 Þú dregur einhvers staðar saman viðfangsefni heimspekinnar, þannig að hún sé að fást við spurninguna; Hvað er að vera manneskja? Þú hefur ákveðna leið til að nálgast þessa spurningu. Þú virðist tengja hana við frumspekilega stöðu okkar gagnvart merk- ingarheiminum. Það sem mér finnst að skipti sköpum fyrir okkur er þessi staðreynd sem heim- spekingar hafa lýst gegnum aldirnar, alveg frá því að menn fóru að iðka eitthvað sem við getum kallað heimspeki, það er þessi staðreynd að við erum hugsandi verur. Þannig að spurningin: Hver er þessi hugsun? er kjarnaspurning þegar við spyrjum okkur: Hver er manneskjan? Um leið erum við ekki bara hugsandi verur, við erum líka líkamlegar verur, við erum dýr og við erum félagsverur, þannig að manneskjan er mjög flókið fyrirbæri og örugglega kaótískasta fyrirbæri í heimin- um og furðulegasta, hvernig sem á það er litið. Síðan er ein önnur spurning þessu tengd sem við gætum líka rætt um og það er spurningin um sjálfið. Manneskjan er ekki bara sjálf eða eingöngu sjálfsvera, hún er þessi líkamlega vera sem er gædd alveg sérstöku sjálfi sem ég held að sé kjarninn í spurningunni um manneskjuna, það er spurningin um sjálfið, hvað það er að vera sjálfsvera vitandi vits um það að hún veit af sjálfri sér. Hvað fleira þarf hún að vita til að vita af sjálfri sér? Þarna held ég að það sem greini hugsanlega okkur manneskjurnar frá dýrunum sé einmitt sú staðreynd að sjálf okkar, að við, í hugsun okkar sem sjálfsvitandi verur, erum í sambandi við það sem ég myndi kalla sannleika eða hið sanna. Stundum er eins og það sé togstreita í heimspeki þinni varðandi sjálfið, því þú skil- greinir sjálfsveruna oft mjög svo út frá Sartre, þar sem kjarninn virðist vera frelsið, við erum frjálsar verur. En svo á hinn bóginn kemur oft upp þessi áhersla sem þú varst að nefna núna á sannleikann, sem er kannski meira í ætt við heimspeki Platons. Ertu sammála því að þetta séu tvær mjög ríkar áherslur í hugsun þinni? Já, ég held að það sé alveg hárrétt en í mínum huga er þetta órofa tengt, þó ég verði nú að viðurkenna að ég sé stundum í vissum vandræðum með að sýna fram á nákvæmlega hver tengingin sé. Sjálfið, sem hugsandi vera, er í mínum huga í beinum tengslum við sannleikshugtakið, eða við hið sanna. Ef ég ætti að skýra með eins einföldum hætti og mér er unnt tengsl sannleikshugtaksins og frelsisins, myndi ég orða það þannig að hugsun sem ekki er frjáls er ekki fyllilega mennsk og hún getur ekki tekið afstöðu til sannleikans. Það þarf frelsi til að geta fellt dóm og sagt: Þetta er satt, þetta er ósatt, þetta skiptir máli og þetta skiptir ekki máli, og svo framvegis. Togstreitan milli áherslunnar á frelsið annars vegar og sannleika hins vegar gæti virst koma upp á yfirborðið í vissu samhengi. Þannig talar þú um að það sé til merk- ingarheimur sem hafi í einhverjum skilningi sjálfstæða stöðu gagnvart okkur sem hugs- andi verum og við erum þá væntanlega sem hugsandi verur alltaf að reyna að nálgast og skilja. Á hinn bóginn er svo hugmyndin um okkur sem frjálsar verur og það virðist vera hugmynd um það að við ákvörðum eða búum til merkinguna, að minnsta kosti eins og Sartre skilur þá hugmynd? Hugur 2015-5.indd 19 5/10/2016 6:44:57 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.