Hugur - 01.01.2015, Page 19
Hugtökin búa í hjarta okkar 19
Þú dregur einhvers staðar saman viðfangsefni heimspekinnar, þannig að hún sé að fást
við spurninguna; Hvað er að vera manneskja? Þú hefur ákveðna leið til að nálgast
þessa spurningu. Þú virðist tengja hana við frumspekilega stöðu okkar gagnvart merk-
ingarheiminum.
Það sem mér finnst að skipti sköpum fyrir okkur er þessi staðreynd sem heim-
spekingar hafa lýst gegnum aldirnar, alveg frá því að menn fóru að iðka eitthvað
sem við getum kallað heimspeki, það er þessi staðreynd að við erum hugsandi
verur. Þannig að spurningin: Hver er þessi hugsun? er kjarnaspurning þegar við
spyrjum okkur: Hver er manneskjan? Um leið erum við ekki bara hugsandi verur,
við erum líka líkamlegar verur, við erum dýr og við erum félagsverur, þannig að
manneskjan er mjög flókið fyrirbæri og örugglega kaótískasta fyrirbæri í heimin-
um og furðulegasta, hvernig sem á það er litið. Síðan er ein önnur spurning þessu
tengd sem við gætum líka rætt um og það er spurningin um sjálfið. Manneskjan
er ekki bara sjálf eða eingöngu sjálfsvera, hún er þessi líkamlega vera sem er gædd
alveg sérstöku sjálfi sem ég held að sé kjarninn í spurningunni um manneskjuna,
það er spurningin um sjálfið, hvað það er að vera sjálfsvera vitandi vits um það
að hún veit af sjálfri sér. Hvað fleira þarf hún að vita til að vita af sjálfri sér?
Þarna held ég að það sem greini hugsanlega okkur manneskjurnar frá dýrunum sé
einmitt sú staðreynd að sjálf okkar, að við, í hugsun okkar sem sjálfsvitandi verur,
erum í sambandi við það sem ég myndi kalla sannleika eða hið sanna.
Stundum er eins og það sé togstreita í heimspeki þinni varðandi sjálfið, því þú skil-
greinir sjálfsveruna oft mjög svo út frá Sartre, þar sem kjarninn virðist vera frelsið,
við erum frjálsar verur. En svo á hinn bóginn kemur oft upp þessi áhersla sem þú varst
að nefna núna á sannleikann, sem er kannski meira í ætt við heimspeki Platons. Ertu
sammála því að þetta séu tvær mjög ríkar áherslur í hugsun þinni?
Já, ég held að það sé alveg hárrétt en í mínum huga er þetta órofa tengt, þó ég
verði nú að viðurkenna að ég sé stundum í vissum vandræðum með að sýna fram
á nákvæmlega hver tengingin sé. Sjálfið, sem hugsandi vera, er í mínum huga í
beinum tengslum við sannleikshugtakið, eða við hið sanna. Ef ég ætti að skýra
með eins einföldum hætti og mér er unnt tengsl sannleikshugtaksins og frelsisins,
myndi ég orða það þannig að hugsun sem ekki er frjáls er ekki fyllilega mennsk
og hún getur ekki tekið afstöðu til sannleikans. Það þarf frelsi til að geta fellt dóm
og sagt: Þetta er satt, þetta er ósatt, þetta skiptir máli og þetta skiptir ekki máli,
og svo framvegis.
Togstreitan milli áherslunnar á frelsið annars vegar og sannleika hins vegar gæti
virst koma upp á yfirborðið í vissu samhengi. Þannig talar þú um að það sé til merk-
ingarheimur sem hafi í einhverjum skilningi sjálfstæða stöðu gagnvart okkur sem hugs-
andi verum og við erum þá væntanlega sem hugsandi verur alltaf að reyna að nálgast
og skilja. Á hinn bóginn er svo hugmyndin um okkur sem frjálsar verur og það virðist
vera hugmynd um það að við ákvörðum eða búum til merkinguna, að minnsta kosti
eins og Sartre skilur þá hugmynd?
Hugur 2015-5.indd 19 5/10/2016 6:44:57 AM