Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 49
Líkamlegar hugverur 49
Líkaminn, Husserl og Merleau-Ponty
Algeng hugmynd um sögu fyrirbærafræðinnar er að fyrirbærafræðileg nálgun
hafi hvílt um of á hinu hugsandi ég-i fram eftir öldinni og vanrækt líkamann með
öllu, þ.e.a.s. þangað til Maurice Merleau-Ponty gerði sína stórmerku rannsókn
á fyrirbærafræði líkamleika í Fyrirbærafræði skynjunarinnar árið 1945. Merleau-
Ponty er óneitanlega sá fyrirbærafræðingur sem hefur haft hvað mest áhrif á hug-
myndir fólks um líkamleika innan fyrirbærafræðinnar. En þrátt fyrir áhrif hans
og mikilvægi Fyrirbærafræði skynjunarinnar í greiningu á líkamleika þá er tilefni
til þess að beina sjónum sínum eilítið annað.
Í inngangsköflum og kynningum á verkum Merleau-Pontys er ekki óalgengt
að sjá honum stillt upp gegn upphafsmanni fyrirbærafræðinnar, Edmund Huss-
erl.3 Þá er ýmist látið að því liggja að Merleau-Ponty hafi meðvitað staðið gegn
Husserl með því að leggja áherslu á líkamleikann eða því jafnvel haldið fram
að Merleau-Ponty hafi verið heldur frjálslegur í túlkunum sínum á Husserl og
fundið hjá honum áherslur sem hafa enga fótfestu í textum hans.4
Það sem rekur fólk til þess að draga þessar ályktanir eru ákveðnar viðteknar
hugmyndir um heimspeki Husserls, sem margar eiga sér ekki sterkar stoðir í
textum hans. Ein áhrifamesta og þrálátasta hugmyndin er sú að fyrirbærafræði
Husserls sé fyrst og fremst hughyggja. Að hún leggi svo mikla áherslu á þátt með-
vitundarinnar eða sjálfsins í heimsmynd sinni að hún á vissan hátt hafni eða hunsi
efnisveruleikann. Í verkum Husserls er að finna ýmsa staði sem ýtt gætu undir
þessa hugmynd. Eitt sterkt dæmi um slíkt er að finna í ritinu Kreppa evrópskra
vísinda (þ. Die Krisis der europäischen Wissenschaften)5 sem var hans síðasta heild-
stæða verk, en þar segir hann meðal annars:
Ef við snúum okkur aftur [...] að hinni forskilvitlegu afstöðu, þ.e. að
hinni fyrirbærafræðilegu frestun, þá umbreytist lífheimurinn, innan hins
forskilvitlega og heimspekilega kerfis okkar, í „fyrirbæri“ sem einungis
er forskilvitlegt. Hann viðheldur eðli [essence] sínu, en er nú einungis
eitthvað sem „á hlutdeild í“ forskilvitlegri vitund [...].6
Slíkt orðalag hefur ýtt undir þá hugmynd að Husserl hafi ekki haft áhuga á að
fást við hlutveruleikann sem slíkan, heldur hafi aðeins meðvitundin verið honum
hugleikin. Með smættun heimsins niður í eitthvað sem er aðeins hluti af hinni
3 Sjá t.d. Heimspekibókin, 2013: 275. Husserl hefur ekki átt eins miklum vinsældum að fagna og
margir eftirmanna hans eins og Martin Heidegger, Jean-Paul Sartre, Simone de Beauvoir eða
Maurice Merleau-Ponty, þá sérstaklega í seinni tíð. Á síðustu árum hefur Husserl þó notið
endurvakinnar athygli. Sérstaklega ber þar að nefna bókina The New Husserl í ritstjórn Donn
Welton sem kom út 2003. Einnig er vert að nefna vinnu norrænna fyrirbærafræðinga seinustu ára
en þeir hafa verið mikilvirkir í Husserl-rannsóknum. Þá má taka það fram að lítið sem ekkert efni
er til um Husserl á íslensku.
4 Sjá t.d. Madison, 1981 og Dillon, 1997. Sjá einnig grein Dans Zahavi, „Merleau-Ponty on Husserl.
A Reappraisal“ frá 2002, en þar fer hann í saumana á þessum skilningi á tengslum Merleau-
Pontys og Husserls.
5 Hér eftir Krisis.
6 Husserl, 1970: 174.
Hugur 2015-5.indd 49 5/10/2016 6:45:07 AM