Hugur - 01.01.2015, Side 49

Hugur - 01.01.2015, Side 49
 Líkamlegar hugverur 49 Líkaminn, Husserl og Merleau-Ponty Algeng hugmynd um sögu fyrirbærafræðinnar er að fyrirbærafræðileg nálgun hafi hvílt um of á hinu hugsandi ég-i fram eftir öldinni og vanrækt líkamann með öllu, þ.e.a.s. þangað til Maurice Merleau-Ponty gerði sína stórmerku rannsókn á fyrirbærafræði líkamleika í Fyrirbærafræði skynjunarinnar árið 1945. Merleau- Ponty er óneitanlega sá fyrirbærafræðingur sem hefur haft hvað mest áhrif á hug- myndir fólks um líkamleika innan fyrirbærafræðinnar. En þrátt fyrir áhrif hans og mikilvægi Fyrirbærafræði skynjunarinnar í greiningu á líkamleika þá er tilefni til þess að beina sjónum sínum eilítið annað. Í inngangsköflum og kynningum á verkum Merleau-Pontys er ekki óalgengt að sjá honum stillt upp gegn upphafsmanni fyrirbærafræðinnar, Edmund Huss- erl.3 Þá er ýmist látið að því liggja að Merleau-Ponty hafi meðvitað staðið gegn Husserl með því að leggja áherslu á líkamleikann eða því jafnvel haldið fram að Merleau-Ponty hafi verið heldur frjálslegur í túlkunum sínum á Husserl og fundið hjá honum áherslur sem hafa enga fótfestu í textum hans.4 Það sem rekur fólk til þess að draga þessar ályktanir eru ákveðnar viðteknar hugmyndir um heimspeki Husserls, sem margar eiga sér ekki sterkar stoðir í textum hans. Ein áhrifamesta og þrálátasta hugmyndin er sú að fyrirbærafræði Husserls sé fyrst og fremst hughyggja. Að hún leggi svo mikla áherslu á þátt með- vitundarinnar eða sjálfsins í heimsmynd sinni að hún á vissan hátt hafni eða hunsi efnisveruleikann. Í verkum Husserls er að finna ýmsa staði sem ýtt gætu undir þessa hugmynd. Eitt sterkt dæmi um slíkt er að finna í ritinu Kreppa evrópskra vísinda (þ. Die Krisis der europäischen Wissenschaften)5 sem var hans síðasta heild- stæða verk, en þar segir hann meðal annars: Ef við snúum okkur aftur [...] að hinni forskilvitlegu afstöðu, þ.e. að hinni fyrirbærafræðilegu frestun, þá umbreytist lífheimurinn, innan hins forskilvitlega og heimspekilega kerfis okkar, í „fyrirbæri“ sem einungis er forskilvitlegt. Hann viðheldur eðli [essence] sínu, en er nú einungis eitthvað sem „á hlutdeild í“ forskilvitlegri vitund [...].6 Slíkt orðalag hefur ýtt undir þá hugmynd að Husserl hafi ekki haft áhuga á að fást við hlutveruleikann sem slíkan, heldur hafi aðeins meðvitundin verið honum hugleikin. Með smættun heimsins niður í eitthvað sem er aðeins hluti af hinni 3 Sjá t.d. Heimspekibókin, 2013: 275. Husserl hefur ekki átt eins miklum vinsældum að fagna og margir eftirmanna hans eins og Martin Heidegger, Jean-Paul Sartre, Simone de Beauvoir eða Maurice Merleau-Ponty, þá sérstaklega í seinni tíð. Á síðustu árum hefur Husserl þó notið endurvakinnar athygli. Sérstaklega ber þar að nefna bókina The New Husserl í ritstjórn Donn Welton sem kom út 2003. Einnig er vert að nefna vinnu norrænna fyrirbærafræðinga seinustu ára en þeir hafa verið mikilvirkir í Husserl-rannsóknum. Þá má taka það fram að lítið sem ekkert efni er til um Husserl á íslensku. 4 Sjá t.d. Madison, 1981 og Dillon, 1997. Sjá einnig grein Dans Zahavi, „Merleau-Ponty on Husserl. A Reappraisal“ frá 2002, en þar fer hann í saumana á þessum skilningi á tengslum Merleau- Pontys og Husserls. 5 Hér eftir Krisis. 6 Husserl, 1970: 174. Hugur 2015-5.indd 49 5/10/2016 6:45:07 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.