Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 62
62 Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson
þeim Sartre og Merleau-Ponty, en þá síðarnefndu er hún mjög gjarnan spyrt
saman við.38
Nafna hennar, Sara Ahmed, hefur einnig nýtt sér líkamleikarannsóknir
Husserls, þá sérstaklega í tengslum við rýmisskilning í hinsegin fræðum.39
Drew Leder sem er fyrirbærafræðingur og læknir hefur einnig skrifað áhuga-
vert efni um husserlska fyrirbærafræði í tengslum við læknisfræði. Hann færir
rök fyrir því að vestræn læknavísindi líði fyrir það að hve miklu leyti gert er ráð
fyrir hlutgervingu líkamans og að þau nálgist ekki líkamann sem Leib. Í þessum
efnum talar hann um þekkingarfræði líksins og telur að kartesískar hugmyndir
um líkamann sem vél séu alltof sterkar innan læknavísindanna.40
Dan Zahavi og Shaun Gallagher, líkt og Leder, beina sjónum sínum að vís-
indunum en horfa þó aðallega til sálfræði og taugalífeðlisfræði. Þeir gáfu út
bókina The Phenomenological Mind árið 2008 þar sem þeir fást við hugann og
meðvitundina í fyrirbærafræðilegu ljósi, og því verður líkamleikinn eitt af megin-
stefjunum. Í bókinni kryfja þeir til mergjar þá hugtakanotkun sem viðgengst
innan þessara greina, t.a.m. sálfræðilega umfjöllun um samkennd, og gagnrýna
oft á tíðum ruglingslega eða ósamkvæma notkun hugtaka.
Heimildir
Ahmed, Sara. 2006. Queer Phenomenology: Orientations, Objects, Others. London:
Duke University Press.
Atkinson, Sam [et al.] (ritstj.). 2013. Reynslan ein og sér myndar engin vísindi. Ed-
mund Husserl (1859–1938). Heimspekibókin (bls. 224–225). Þýð. Egill Arnarson.
Reykjavík: Mál og menning.
Atkinson, Sam [et al.] (ritstj.). 2013. Til að sjá heiminn verðum við að láta af því að
vera heimavön í honum. Maurice Merleau-Ponty (1908–1961). Heimspekibókin (bls.
274–275). Þýð. Egill Arnarson. Reykjavík: Mál og menning.
Behnke, Elizabeth A. 2009. Bodily Protentionality. Husserl Studies 25 (3), 185–217.
Behnke, Elizabeth A. (Án ártals). Edmund Husserl: Phenomenology of Embodi-
ment. Internet Encyclopedia of Philosophy. Ritstj. Nicholas Wernicki. Síðast sótt 16.9.
2015. Vefslóð: http://www.iep.utm.edu/husspemb/
Dillon, M. C. 1997. Merleau-Ponty’s Ontology. Evanston: Northwestern University
Press.
Dwyer, Ph. 1990. Sense and Subjectivity. A Study of Wittgenstein and Merleau-Ponty.
Brill: Leiden.
Gallagher, Shaun og Zahavi, Dan. 2008. The Phenomenological Mind. New York:
Routledge.
Gibson, James J. 1979. The Ecological Approach to Visual Perception. Hillsdale, NJ:
Lawrence Erlbaum Asscociates.
Heidegger, Martin. 1962. Being and Time. Þýð. John Macquarrie og Edward Robin-
son. Oxford: Blackwell Publishing.
Heinämaa, Sara. 2003. Toward a Phenomenology of Sexual Difference. Husserl, Merleau-
Ponty, Beauvoir. Lanham: Rowman & Littlefield Publishers.
38 Sjá t.a.m. Heinämaa, 2003 og 2011.
39 Ahmed, 2006.
40 Leder, 1998: 120–122.
Hugur 2015-5.indd 62 5/10/2016 6:45:10 AM