Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 148
148 Róbert Jack
fjallað um.10 Þó má nefna að í greininni „Hver er hinn sanni heimur?“ er talað um
mannheim en ekki merkingarheim,11 en þessi orðalagsbreyting rúmast reyndar
alveg innan þeirrar lýsingar sem Páll gefur þar.
Í ljósi þessarar þrískiptingar tengist hlutlæga sjónarhornið á dauðann náttúru-
heimi og hið huglæga hugarheimi (205). Í framhaldinu segir Páll svo að merk-
ingarheimurinn hafi orðið útundan og það verði að laga (205–206). Hann lítur
sem sagt á það sjónarhorn sem felst í merkingarheiminum sem eins konar lausn á
vandanum sem fólst í að takmarka sig við hlutlæga og huglæga viðhorfið.
Hér verð ég þó að lýsa örlitlum vonbrigðum með aðferð Páls. Þar sem þessi
þrískipting heimsins er ekkert nýtt fyrirbæri hjá Páli finnst mér að hann hefði
alveg getað sleppt þeim leik að setja tvö sjónarhorn upp fyrst eins og þau séu
aðalsjónarhornin og nefna svo loks hið þriðja sem eins konar lausn. Reyndin er sú
að þriðja sjónarhornið er ekki samþætting hinna tveggja heldur nýtt sjónarhorn.
Páll segir reyndar að fyrstu tvö viðhorfin hafi verið ráðandi í hugleiðingum heim-
spekinga um dauðann (205). Þannig vill hann ef til vill réttlæta að nefna ekki öll
sjónarhornin strax. Ég er ekki sannfærður um að það sé rétt hjá honum að þriðja
sjónarhornið hafi orðið útundan hjá öðrum heimspekingum, eins og ég mun rök-
styðja síðar. Það var fyrst og fremst Páll sem skildi það eftir í umfjöllun sinni.
Gott og vel, en hverju skiptir þetta þá? Er þá ekki bara allt komið fram á
endanum og allt í góðu? Nei, mér virðist þessi aðferð gefa síðasta sjónarhorninu
óþarflega mikið vægi, eins og það eitt sé rétta viðhorfið. Nánari skoðun sýnir að
við getum ekki verið án neins af þessum viðhorfum og vandinn við að nota bara
eitthvert eitt sjónarhornið af þessum þremur er að þá skortir hin tvö. Raunar
sýnist mér Páll vera að vissu leyti á þessari skoðun en aðferðin veitir okkur aðra
upplifun. Sjálfum finnst mér að Páll hefði einfaldlega átt að nefna öll sjónarhorn-
in strax og fjalla svo um muninn á þeim og nauðsyn þess að virða þau öll.
Til að réttlæta það að veita merkingarheiminum sérstöðu reynir Páll þó að hnika
til fyrri hugmynd um þennan heim. Hér er honum í mun að merkingarheimurinn
hafi visst sjálfstæði og sé ekki eintómt afsprengi huga okkar. Á sama tíma felst
hann þó ekki á að merkingarheimurinn sé sjálfstæður handanheimur (206–208).
Hin frumspekilega lausn Páls er þá svona: „Þessi veruleiki [merkingar] býr í
innsta kjarna efnisins, í djúpum hugans og í þessu afli sem allt tengir saman og
enginn fær skilið nema í brotum hugtaka, ímynda og hljóða“ (208).
Sjálfum finnst mér þetta heldur óljóst, en hér er ef til vill á ferðinni einhvers
konar aristótelísk lausn þar sem Páll hefur hafnað handanheimi í anda Platons.
Það sem þó er erfiðast að skilja í þessu er að Páll segir að við höfum vissan aðgang
að merkingunni hér og nú (209) en jafnframt að dauðinn sé „eins konar dyravörð-
ur merkingarheimsins sem okkur er ekki hleypt inn í fyrr en við deyjum í raun og
hindrar okkur þar með í að ráðskast með merkinguna að vild“ (210).
Það sem gerir erfitt að skilja þetta er að Páll virðist ekki trúa því að líkaminn og
sálin, þ.e. hinn einstaki hugur, lifi dauðann af. Ef það er rétt getum við klárlega
ekki haft nein áhrif á merkingarheiminn eftir dauðann. Ef við höfum heldur ekki
10 Sjá Róbert Jack 2014: 66–69.
11 Sbr. Páll Skúlason 1995: 40.
Hugur 2015-5.indd 148 5/10/2016 6:45:38 AM