Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 59

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 59
 Líkamlegar hugverur 59 á fingurinn, séð hið rofna hold og séð blóðið vætla út. Ég upplifi þá líkamann jafnt út frá minni fyrstu persónu reynslu af sársaukanum og því að sjá líkamann taka þátt í orsakasamhengi náttúrunnar.32 Þessi hlutgerving líkamans er okkur mjög töm. Þegar við lítum á líkamann þá hlutgerum við hann ósjálfrátt, sem Körper. Það hversu eðlilegt okkur er að líta á líkamann sem Körper er eflaust ástæða þess hversu auðveldlega okkur yfirsést það að líkaminn sé líka Leib. Hlutgerving líkamans í tvískyninu, sem er markviss – ég er meðvitað að hlutgera líkama minn núna – á sér svo hliðstæðu sem á sér stað í flestum tilfellum alveg ósjálfrátt. Þegar ég sný höfði mínu til þess að sjá til hliðar við mig þá hef ég ákveðið sjálfskyn um staðsetningu, spennu og hreyfingu höfuðsins, hálsins og axlanna. Sjálfskynið liggur hreyfingunni til grundvallar og gerir hana mögulega, það er með þessu sjálfskyni sem ég veit hvar höfuðið er til að byrja með og hvar ég á að stöðva það. En um leið og ég beini mér að þessum hreyfingum þá hlutgeri ég sjálfskynið. Ég hlutgeri það og ég finn spennuna og legg mat á hana eins og hún liggi utan við mig. Þarna get ég upplifað sjálfskynið svo að segja utan frá. Mér gæti þar af leiðandi yfirsést hvernig ég – í líkömnuðum viðbrögðum mínum við aðstæðum mínum – sneri meira upp á kroppinn heldur en ég hefði annars gert vegna þess hversu stífur ég var í öxlunum.33 Að fanga þennan líkamleika í orðum og að gera honum góð skil reynist því þrautin þyngri, því óhjákvæmilega byrjum við að hlutgera líkamann um leið og við gerum hann að rannsóknarefni okkar.34 Þessi samverkun þess hversu auðvelt er að hlutgera hinn lifða líkama og þess hversu erfitt er að hafa auga með því hvernig meðvitundin starfar sem Leib, hefur orðið til þess að við höfum gefið hinum hlutgerða líkama forgang fram yfir Leib. Þar með er okkur orðið tamt að einangra meðvitundina frá líkamanum þegar ætlunin er að rannsaka veruleikann eins og hann raunverulega er. Okkur hættir til að hugsa okkur samband líkama og meðvitundar í hinni sállíkamlegu mynd, þar sem hinni kartesísku skiptingu er viðhaldið. Meðvitundin er eitthvað sem býr í líkamanum, eitthvað sem er á einhvern hátt inni í honum. Í samtímaskýringum felst þetta gjarnan í þeirri fullyrðingu að vitundin eigi „heima“ í heilanum. Husserl útskýrir þetta með líkingu. Ef við horfum á bók þá er lítið mál að líta á bókina sem hlut, Körper, enda er hún það. Inni í bókinni eru tákn. Hægur leikur er að líta svo á að það sem sé „raunverulega raunverulegt“ við bókina sé þessi efnisveruleiki hennar, en að sú merking sem í henni er að finna sé einhvers konar 32 Sbr. Heinämaa, 2003: 30. 33 Í 36. kafla Hugmynda II er að finna greiningu Husserls á tvískyni. Lesendur Merleau-Pontys munu eflaust kannast við slíkt, en hann gerði sambærilega greiningu í Fyrirbærafræði skynjunar- innar. 34 Hér tek ég fyrir greiningu Husserls á ákveðni tegund af hlutgervingu þar sem mér tekst með tvíræðni sjálfskynsins að gera mér grein fyrir því að líkami minn hreyfist, sem Körper, um heim sem hann deilir með öðrum hlutum. Líkaminn er samt ekki hlutgerður að fullu, þar eð skynjun mín á líkama mínum, sem Leib, ljær mér enn skilning á sérstöðu líkama míns: ég get ekki upplifað líkama minn öðruvísi en sem „hér“. Það er fyrst með skynjun okkar á hinum, þ.e.a.s. annarri líkamnaðri meðvitund, sem mér tekst að upplifa mína eigin líkamlegu meðvitund sem mögulegt „þar“ en ekki sem stöðugt „hér“. Með upplifun minni á hinum og þá ekki bara sem hlut heldur sem öðru „hér-i“, átta ég mig á því að „hér-i“ hins fylgir óhjákvæmilega að mín meðvitund getur birst sem „þarna“. (Husserl, 1989: 46. kafli.) Hugur 2015-5.indd 59 5/10/2016 6:45:10 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.