Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 34
34 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason
verður oft hugsað til þess hver samtími okkar er í dag. Hvað eru Íslendingar að
hugsa í samtímanum? Við getum líka spurt hvað eru Evrópumenn að hugsa í
samtímanum? Við erum ekki ein. Við hugsum alltaf í tengslum við aðra. Við
lifum heimspekilega og frásagnarlega séð mjög spennandi tíma nú um stundir.
Mig langar að fylgja eftir þessu sem þú varst að segja með því að spyrja þig: Er heim-
spekileg hugsun alltaf gegnsýrð af tilteknum metafórum? Gætum við ekki hugsað
heimspekilega án metafóra? Liggur það í því sem þú sagðir og eru þá kannski hugtökin
sem við notum í heimspekinni alltaf öðrum þræði metafórísk, einhvers konar mynd-
hverfingar?
Já, ég hefði tilhneigingu til að samsinna þessu og sá heimspekingur sem hefur hvað
mest stúderað þetta myndi taka undir þetta, þ.e.a.s. Paul Ricoœur og sömuleiðis
Derrida og ýmsir fleiri. Þetta tengist ákveðnum staðreyndum tungumálsins og
táknmálsins. Það er eitthvað líkt með öllu, þannig að samlíkingin er feikilega
sterkt tæki fyrir okkur til að hugsa um hvað sem vera skal. Þetta á reyndar ekki
bara við í heimspeki, heldur víða í vísindum og fræðum. Það sem háir mjög oft
hugsuninni er að líkingarnar eru dauðar, þ.e.a.s. að málið lifir ekki lengur. Það að
hugsa er að lífga upp málið, gefa því nýtt líf. Ég geri ráð fyrir að þú farir í sturtu
á morgnana, en mér finnst miklu fallegra að tala um að fara í steypibað eins og
var sagt hér áður fyrr. Það skiptir gífurlega miklu máli að reyna að nýta og lífga
upp á gamlar og staðnaðar líkingar og hleypa nýju lífi í þær. Þannig er verkefni
skáldanna ákveðin endurnýjun tungumálsins.
Myndirðu þá segja að það að stunda heimspeki eða að hugsa heimspekilega sé að leitast
við að koma fram með nýjar myndhverfingar og líkingar, líkingar sem hjálpa okkur að
sjá hlutina á nýjan og ferskan hátt?
Ja, að svo miklu leyti sem um er að ræða heimspeki sem miðar að því að afhjúpa
veruleikann, þá gegna líkingarnar lykilhlutverki. Ég myndi nú ekki vilja halda því
fram að það sé eða eigi að vera megineinkenni á skapandi heimspeki að reyna
að finna lifandi og skemmtilegar líkingar til að hjálpa okkur að hugsa. Það eru
skáldin sem framleiða og skapa sífellt nýjar líkingar. Það eru mörg íslensk skáld,
sérstaklega frá 19. öldinni, sem eru á sinn hátt að iðka heimspeki í sínum skáld-
skap og mörg af okkar frægustu skáldum eins og Matthías Jochumsson, Steph-
an G. Stephansson, Einar Benediktsson og ekki síst Jónas Hallgrímsson sem er
þeirra elstur, þeir eru fullir af heimspekilegum hugmyndum og hugsunum sem
við höfum sáralítið nýtt okkur til að hugsa heimspekilega. Þarna er fjársjóður að
mínum dómi, heimspekilega séð, sérstaklega til að lýsa veruleikanum á nýjan leik.
Getur verið að heimspekingum standi stundum stuggur af metafórísku tungumáli
vegna þess að það er ekki mjög nákvæmt, það er ekki hægt að negla merkinguna svo
auðveldlega niður og er það ekki það sem heimspekingana dreymir um að gera?
Jú, og við eigum að reyna að gera að vissu marki. Styrkleiki og veikleiki lík-
ingamálsins er margræðið og margræði orðanna, þ.e.a.s. margræði, margs konar
merking getur verið mjög truflandi fyrir hugsunina, en um leið stimúlerandi og
Hugur 2015-5.indd 34 5/10/2016 6:45:03 AM