Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 99

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 99
 Efi, skynsemi og kartesísk endurhæfing 99 ir sem eru ekki áreiðanlegar og óvefengjanlegar“, á hann við, eins og ljóst er af vinnubrögðum hans, að maður eigi ekki að fallast á tiltekna skoðun af einhverjum ástæðum sem sjálfar eru ekki taldar áreiðanlegar og óvefengjanlegar – þess er einungis krafist að röksemdirnar fyrir því séu ekki álitnar algjörlega rangar. En þegar Descartes segist „hafna sem röngum“ eða „fallast ekki á skoðanir sem eru augljóslega rangar“, á hann við að maður eigi ekki að fallast á einhverja skoðun vegna þess að ástæðurnar fyrir því séu knýjandi, röksemdirnar séu taldar áreiðan- legar og óvefengjanlegar. Að skilja þessa reglu skýrir þannig vinnubrögðin sem viðhöfð eru í efarökunum: ef við eigum að „efast“ um skoðun eða „draga hana í efa“, verðum við að hafa ein- hverjar ástæður til þess að gera það. En þessar ástæður þurfa ekki að vera eitthvað sem við teljum sannað; þær þurfa aðeins að vera möguleiki. Þær geta jafnvel verið mjög langsóttar og ósennilegar – þá er efinn sagður vera „yfirdrifinn“ eða „frum- spekilegur“. Reglan sem Descartes tekur upp er því þessi: að fallast ekki á neina skoðun um neitt efni, séu yfirleitt einhverjar ástæður til þess, hversu ósennilegar sem þær kunni að vera, með sama hætti og maður myndi gera gagnvart knýjandi ástæðum. Að „ganga að því vísu“ að eitthvað sé rangt er hér að ganga að því vísu að maður hafi knýjandi ástæður til að draga það í efa (jafnvel þar sem efinn er í raun frumspekilegur).26 (3) Að síðustu bendir René á eitt meginatriði í kaflanum, sem vitnað var til áðan. Leiðin til þess að sýna fram á að skoðun sé vafasöm er í höfuðdráttum sú að sýna að skoðunin byggist á eða stafi af ótraustri uppsprettu. Hvernig þetta gengur fyrir sig er nánar rætt hér á eftir. VIII Þegar Descartes er búinn að finna regluna sem kemur skipan á vinnubrögð hans, snýr hann sér beint að efarökunum í Fyrstu hugleiðingu. Fyrstu rökin beinast gegn skilningarvitunum. Sagt er að skilningarvitin blekki okkur stundum og „hygginn maður ber aldrei fullt traust til þeirra sem hafa einu sinni brugðizt hon- um“ (HF 134; HR I:145). En ljóst má vera að þessi rök gefa okkur jafnvel ekki sennilegar ástæður til að fallast ekki á megnið af því sem skilningarvitin láta í té; því að eins og Polyander bætir strax við sömu röksemd í Leitinni að sannleikanum: Mér er vel ljóst að skilningarvitin blekkja okkur þegar þau eru illa á sig komin … En allar blekkingar þeirra eru auðþekktar og hindra mig ekki í 26 Hér spyr J. Tlumak hvort þetta merki ekki að við eigum að „vinna með andatilgátuna eins og hún væri vissa“: ef hún er það, bendir hann á, verða afleiðingarnar herfilegar og stoða ekkert í meðferðarskyni (ég ætla ekki að rekja hér afar skarplegar röksemdir hans). En ég á ekki við að Descartes haldi að við eigum að fjalla um tilteknar ástæður til efa sem vissu. Þegar hann „gefur sér“ það er það líkara því að standa fyrir framan spegil á hverjum morgni og segja við sjálfan sig: „Hvern dag verð ég betri og betri“, án þess að hafa endilega í huga einhvern tiltekinn bata. Ef við höfum fundið minnstu ástæðu til að efast um x, ættum við, til að verjast fordómum, að segja við sjálf okkur aftur og aftur: „Nú hefur það sýnt sig að x er vafasamt.“ Descartes virðist telja að okkur sé hætt við að hraka hvort sem er. Hugur 2015-5.indd 99 5/10/2016 6:45:21 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.