Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 89

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 89
 Efi, skynsemi og kartesísk endurhæfing 89 mynd um þær nema hann geti ímyndað sér þær (þ.e. gert sér mynd í huganum af þeim). Ef fangi fordómanna reynir að hugsa sér hugann, segir Descartes, lítur hann þess vegna á hann annaðhvort sem hæfileika líkamans (Lögmál I, 12) eða sem eðliseiginleika ruglingslega hugsaðrar „einingar“ sem samsett er úr sál og líkama („Svör við andmælum, VI“: HR II:257) eða eitthvað þvíumlíkt. Descartes leggur áherslu á að erfiðleikar fanga fordómanna við að þekkja eðli sálar sinnar stafi af því að „þeim er svo tamt að huga aldrei að neinu öðruvísi en að gera sér mynd af því í huganum – en þann hátt hafa menn jafnan á um efnislega hluti – að allt það, sem ekki er unnt að setja sér fyrir sjónir, virðist þeim vera óskiljanlegt“ (OA, 103). Og úr því að slíkir menn geta ekki einu sinni skilið hugmyndirnar sem við kynnum að vilja sannfæra þá um, hrífa engin rök. Kartesísk endurhæfing er leið til að koma þeim sem er fangi fordóma í þá stöðu að hann geti skilið hug- myndir sem eru skiljanlegar en ekki er unnt að gera sér mynd af í huganum og til að koma þessu til leiðar þarf að beita óhefðbundnum aðferðum. Það er þetta tæki – kartesísk aðferð – og ekki nein kenning sem Descartes sá sem hið einstaka framlag sitt til heimspekinnar. „Þó að margir hafi áður haldið því fram að til þess að skilja staðreyndir frumspekinnar þurfi að leiða hugann frá skilningarvitunum,“ sagði hann við aðra andmælendur sína, „hefur enginn fram að þessu, mér vitan- lega, sýnt hvernig eigi að gera það“: Hin sanna og, að mínu áliti, eina leið til að gera þetta er sýnd í Annarri hugleiðingu minni, en slíkt er eðli hennar að það er ekki nóg að hafa einu sinni séð hvernig farið er að; það krefst mikils tíma og mikillar þjálfunar ef við eigum að temja okkur gagnstæðan vana og greina viðfangsefni skilningsins frá líkamlegum hlutum … og leggja fyrir róða þann ævi- langan vana okkar að rugla þessu saman. [HR II:31–32] Það ætti að vera ljóst af undanfarandi athugunum að kartesísk endurhæfing þarf í rauninni að hafa tvenns konar áhrif. Í fyrsta lagi verður hún að brjóta niður og fjarlægja vanabundin tengsl hugsunarinnar við líkamleg efni, en í þeim felast fordómarnir. Þótt þessi hluti endurhæfingarinnar sé mikilvægur er hann aðeins neikvæður; endurhæfingin getur ekki látið þar við sitja, annars yrði niðurstað- an af henni efahyggja. Hún þarf, í öðru lagi, að knýja fram beitingu óspilltrar skynsemi og koma huganum af stað eftir vegi sannleikans. Skynsemi manns sem er nýfrelsuð undan oki líkamlegra hluta er enn veikburða og ótraust; kartesísk endurhæfing nærir hana með því að gefa henni fyrst það sem hún á auðveldast með að melta. Eins og Eudoxus segir við Polyander í Leitinni að sannleikanum: Við getum, … Polyander, meðan við erum önnum kafnir við að brjóta niður [„byggingu“ fordómanna] … jafnframt lagt þann grundvöll sem getur þjónað tilgangi okkar og undirbúið bestu og traustustu efni sem eru nauðsynleg til að verk okkar heppnist: ef þú ert … reiðubúinn að kanna með mér hver af öllum þeim sannindum, sem menn þekkja, eru öruggust og auðveldast að þekkja. [HR I:313] Hugur 2015-5.indd 89 5/10/2016 6:45:18 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.