Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 56

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 56
56 Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson sjónarhorn algert jaðartilvik. Við sjáum með augum sem hreyfast, sem sitja í höfði sem getur snúist til allra átta sem er á líkama sem getur fært sig milli staða.21 Þetta samansafn breytilegra sjónarhorna ber mér hlutinn fyrir sjónir. Hluturinn getur ekki orðið mér sýnilegur sem hlutur nema fyrir þær sakir að hann sjáist frá mörgum sjónarhornum. Hluturinn birtist mér ekki sem hlutur sem hefur fleiri víddir – í einhverri skýrri og einfaldri birtingu eins og nokkurskonar ljósmynd – heldur einmitt í margbreytilegum birtingarmyndum hans. Það er svo að segja í gegnum hinar margræðu birtingarmyndir sem hluturinn birtist mér sem það sem hann er.22 Líkaminn í nærmynd Leib og Körper Þetta atriði, sem fjallar um það sem Husserl kallar skynsvið (þ. Horizont), hefur marga umræðufleti, en það er aðeins einn sem ég mun fjalla um hér, sá sem snýr að líkamleika. Husserl bendir á að þessi margræðni sem er innbyggð inn í skynjun mína á hlutum í rými hvíli á möguleika mínum á hreyfingu. Hreyfanleiki minn, en ekki bara hrein skynjun, verður þannig að lykilatriði í upplifun minni á hlut- veruleikanum. Teningur sem ég held á birtist mér sem hlutur sem hefur aðrar hliðar einmitt fyrir þær sakir að ég get snúið honum í höndum mér, horn hússins birtist mér sem eitthvað sem hefur eitthvað handan sín einmitt vegna þess að með því að ganga fyrir hornið get ég uppfyllt ætlandi mína, og gáð hvað þar er að finna. Þannig birtist hluturinn mér með tvöfaldri samtengdri röð upplifana. Annars vegar er það skynjun mín (sjónræn skynjun, snertiskyn o.s.frv.) og hins vegar samsvarandi sjálfskyn hreyfinganna sem kalla fram téða skynjun. Þannig birtist mér hin hlið hússins í skynjun samhliða skyni mínu á hreyfingu líkama míns er ég geng fyrir hornið.23 Hér birtist líkaminn okkur, en þetta er ekki líkaminn séður frá hinu sál- líkamlega sjónarhorni. Hér birtist líkaminn ekki sem hlutur meðal hluta, heldur sem lifandi eining og sem grundvöllur meðvitundar minnar. Líkaminn í þessum skilningi er það sem Husserl kallar Leib, eða hinn lifða líkama, sem hann stillir upp gegnt Körper, eða hinum hlutgerða líkama. Körper deilir með hinu enska body margræðni, sem orðið líkami hefur ekki. Körper, líkt og body, getur nefnilega átt við hluti almennt. Þannig hefur bók, eða bolli eða bíll Körper, rétt eins og við. Um Leib gilda hins vegar önnur lögmál. Í greiningu sinni reynir Husserl að draga fram grundvallarformgerðir í lífi hins lifða líkama, en þær liggja huldar undir hversdagsleika sínum. Það eru fyrst og fremst þrjú atriði sem greina Leib frá Körper. Í fyrsta lagi er það áðurnefndur hreyfanleiki. Leib er vettvangur hreyfanleika 21 James J. Gibson, 1979. 22 Sjá Zahavi, 2003: 13. 23 Husserl, 1989: 61. Hugur 2015-5.indd 56 5/10/2016 6:45:09 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.