Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 43

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 43
 Samþætting eigin líkama 43 finnst rúmtak líkama míns geysistórt eða agnarsmátt – hvað sem líður vitnisburði skilningarvitanna – er það vegna þess að um er að ræða nærveru og umfang hrifa sem eru þess eðlis að hlutlægt rými þeirra er hvorki nægilegt skilyrði, eins og skert hreyfigeta sýnir, né nauðsynlegt skilyrði, eins og draugalimurinn er til marks um. Rými líkamans tjáir líkamlega veru hans, þannig raungerir líkaminn sig sem líkami. Með því að greina hann vorum við einfaldlega að stytta okkur leið að því sem við vildum segja almennt um líkamlega samþættingu. Í líkamanum sem einni heild finnum við áþekka formgerð og við lýstum þegar við ræddum um rýmið. Mismunandi hlutar líkama míns, þeir sem lúta að sjón, snertingu og hreyfingu, eru einfaldlega ekki samhæfðir. Ef ég sit við borð og ætla að teygja mig í símann eru hinar ólíku hreyfingar – þegar ég beini hendinni að honum, rétti úr efri hluta líkamans og strekki fótavöðvana – samofnar. Ég vil að þetta leiði til einhvers og hin aðgreindu verkefni skipast ósjálfrátt niður á meðal viðeigandi hluta, fram að því eru hinar mögulegu samsetningar jafngildar: Ég get haldið áfram að halla mér aftur í hægindastólnum að því tilskildu að ég geti teygt handlegginn lengra, eða hallað mér fram, eða jafnvel staðið upp að hluta til. Allar þessar hreyfingar eru okkur gefnar í krafti sameiginlegrar merkingar þeirra. Þess vegna er það sem börn líta ekki á hönd sína þegar þau gera fyrstu tilraunir sínar til að grípa, heldur á hlutinn: Við þekkjum mismunandi hluta líkamans einungis í gegnum starfrænt gildi þeirra, og samhæfing þeirra er ekki lærð. Á svipaðan hátt get ég, þegar ég sit við borð, „séð fyrir mér“ þá hluta líkama míns sem það hylur fyrir mér. Um leið og ég kreppi tærnar í skónum sé ég það fyrir mér. Ég bý yfir þessum hæfileika jafnvel þótt hann varði þá hluta líkamans sem ég hef aldrei áður séð. Af þeim sökum sjá vissir sjúklingar eigið andlit ofsjónum líkt og þeir sjái það innan frá.5 Sýnt hefur verið fram á að við berum ekki kennsl á okkar eigin hönd á ljósmynd og að margir eru meira að segja í vafa eigi þeir að þekkja eigin skrift frá rithönd annarra, og þó kannast allir við útlínur sínar eða eigið göngulag á kvikmynd. Þannig þekkjum við ekki í sjón það sem við höfum þó oft séð en könnumst aftur á móti undireins við eftirmyndir [représentations] þess sem er okkur ósýnilegt í okkar eigin líkama.6 Sá sem upplifir sjálfan sig utan eigin líkama [héautoscopie] þekkir tvífarann, sem hann stendur frammi fyrir, ekki alltaf af vissum sýnilegum smáatriðum. Þó er hann sannfærður um að það sé hann sjálfur, og lýsir því þess vegna yfir að hann sjái tvífara sinn.7 Hvert okkar sér sjálft sig líkt og með innra auga, sem horfir á okkur úr nokkurra metra fjarlægð frá hvirfli til ilja.8 Þar af leiðandi samtengjast hlutar líkama okkar, sjónreynsla og snertingarupplifanir ekki stig af stigi og smávaxandi. „Upplýsingarnar sem snertingin veitir mér“ þýði ég ekki „yfir á tungumál sjónarinnar“ eða öfugt – ég set ico-psychologiques, 92, 519–555] 5 Lhermitte, L’Image de notre corps, bls. 238. 6 Wolff, Selbstbeurteilung und Fremdbeurteilung im wissentlichen und unwissentlichen Versuch. [Phys- iognomische Untersuchungen an der Stimme, dem Profil, den Händen und einer freien Nacherzählung. Psychologische Forschung, 6 (1), 1932, s. 251–328.] 7 Menninger-Lerchental, Das Truggebilde der eigenen Gestalt (Heautoskopie, Doppelgänger), S. Karger, Berlín, 1935, bls. 4. 8 Lhermitte, L’Image de notre corps, bls. 238. Hugur 2015-5.indd 43 5/10/2016 6:45:05 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.