Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 73

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 73
 Heimspeki líkamans og heimspeki í líkamanum 73 Irigaray tekur sér fyrir hendur í túlkun sinni á verkum þessara heimspekinga og það skapar Irigaray sérstöðu innan femínískrar heimspeki samtímans. Jaðarsetning kvenna sem felst í karllegri skilgreiningu á kvenleika út frá karl- leika í kenningum heimspekinga sögunnar verður Irigaray tilefni til að velta fyrir sér kvenleikanum á eigin forsendum. Það felst m.a. í því að greina móður-dóttur- sambandið sem nauðsynlega viðbót við föður-sonar-sambandið eins og það hefur verið skilgreint í kenningum vestrænnar heimspeki og trúarhefðar. Konur þurfa á samstöðu með eigin kyni að halda eins og karlar hafa þroskað hana með sér á forsendum feðraveldis sem hefur átt sér æðstu ímynd í guði sem hefur lengst af verið í karlgervi. Konur hafa í platónsk-kristilegri hefð ekki haft sambærilegar gyðjur sem myndhverfingar fyrir óendanlega möguleika kvenna og andlegt líf þeirra. Frelsi sem yfirstig (e. transcendence) felst ekki bara í að geta nýtt sér sama frelsi og karlar heldur í því að þroska möguleika kvenna til vitsmunalegs og and- legs lífs. Til þess að karlveldið breytist þurfa konur að styrkjast vegna þess að yfir- ráða-karlmenningin hefur allt of lengi þrifist án þess nauðsynlega mótvægis sem kvennaveldið (sem getur verið margs konar menning) getur veitt. Við erum t.d. augljóslega komin að endamörkum karllegra hagstýrikerfa og þurfum á öðrum áherslum að halda eigum við ekki að rústa jarðneskum tilvistargrundvelli okkar sem tegundar. Það þarf kvennaveldi, þ.e. þau gildi sem tengjast því, til þess að vinna bug á ójafnvæginu. Þess vegna er það menningunni nauðsynlegt að kynin takist á. Það er ein forsenda þess að kynin geti virt hvert annað og unnað hvert öðru. Þrá kvenna sem er ekki það sama og löngun eða þörf, heldur þrá til þess að geta verið þær sjálfar, þarf að fá útrás til þess að veita mótvægi og til þess að elska á nýjum forsendum samskipta kynjanna. Hér er um að ræða elskuna sem er hvorki gjöf né skuld heldur rými milli kynja sem eru laus úr klisjum og staðalmyndum þar sem þau geta upplokist hvort fyrir öðru og gagnvart sjálfum sér á nýjan hátt (Irigaray 1980, 70). Það er einmitt á þriðja tímabili heimspeki sinnar sem Irigaray snýr sér að vangaveltum um uppbyggilegt samband kynjanna. Titlar verka eins og Lýðræði hefst milli tveggja tjá þessa ætlun en í þeirri bók leiðir hún rök að því að lýðræði verði að hefjast með samræðu karlsins og konunnar.24 Þegar mismunarfemínismi er til umræðu er ein aðgreining Irigaray algerlega ómissandi til skilnings á ætlun hennar og sérstöðu innan femínískrar heimspeki. Það er aðgreiningin milli annars vegar hins kynlega (e. sexuate) og hins vegar hins kynferðislega og kyngervis (e. sexual). Hið kynlega er sú grundvallarstaðreynd að það eru í grófum dráttum tvö meginkyn í náttúrunni þótt þar á milli séu blöndur, trans eða hvorki né-kyn. Þess vegna kemur hið kynlega á undan öllum öðrum aðgreiningum. Kynhneigð á ekki heima á þessu verufræðilega stigi heldur hefur með kyngervissjálfsmyndir að gera. Það á sér langa sögu að blanda þessum stigum hins kynlega og hins kynferðislega saman og það hefur oftar en ekki verið til vandræða. Í sögu hugmynda okkar hefðar hafa konur lengst af verið samsamaðar hinu kynferðislega stigi eða, réttara sagt, hið kynlega hefur verið smættað niður í hið kynferðislega með því að skilgreina konur í gróflega þrjá flokka, sem jómfrúr, 24 Irigaray, 2001. Hugur 2015-5.indd 73 5/10/2016 6:45:13 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.