Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 152

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 152
152 Hugur | Ritdómar þeim er gert að vinna eftir og deili auk þess áhyggjum margra háskólamanna af stöðu skólanna, þá er hann samt að ýmsu leyti vonglaðari um stöðu og afdrif skól- anna en margir þeirra fræðimanna sem hafa skrifað um málefni háskóla eins og ég mun skýra nánar hér á eftir. Í fyrsta kafla bókarinnar, „Hvað er góður há- skóli?“, fjallar Páll um þrenns konar áhyggjur af háskólunum og afdrifum þeirra: (i) áhyggjur af því að háskólarnir einbeiti sér fyrst og fremst að veraldlegri velgengni (bls. 56–58), (ii) áhyggjur af sundrungu fræðaheimsins (bls. 58–60) og (iii) áhyggjur af því að upplýsingin sé liðin undir lok og að gildin og hugsjón- irnar sem henni tilheyrðu hafi orðið markaðnum að bráð (bls. 60). Undir þess- ar áhyggjur væri auðvelt að taka og fyllast svartsýni, eins og Páll nefnir: Sumum kann að þykja fjölbreytnin sem nú er til komin meðal þeirra stofnana sem kalla sig háskóla vera svo mikil að hér sé ekki lengur um eina hugmynd að ræða heldur margar ólíkar stofnanir sem eigi ekk- ert sameiginlegt nema nafnið eitt. Öðrum finnst að markaðsvæðingin og sölumennskan hafi umbylt hefð- bundnu háskólastarfi og háskólarnir séu orðnir að þekkingarfyrirtækjum sem lúti sömu rökvísi og önnur fyr- irtæki í f ramleiðslu og dreifingu gæða (bls. 61). En Páll vill ekki taka undir þessar hrakspár um háskóla og segir: Hvorugt fær staðist nánari skoðun. Háskólahugmyndin lifir enn og tek- ur á sig ólíkar myndir í raunveruleg- um háskólum. Markaðsvæðingin getur vissulega valdið miklum usla og skaða í háskólaheiminum ef og þegar kaupmennskan verður allsráð- andi í hugsun háskólafólks: kennar- inn telji sig vera að selja kunnáttu og nemandinn telji sig vera að kaupa menntagráðu. Spilling er þekkt í há- skólum rétt eins og á öðrum sviðum þjóðfélagsins (bls. 61). Segja má að bókin Háskólapælingar sé einmitt greining á því tvennu sem Páll nefnir hér. Annars vegar greining á háskólahugmyndinni, inntaki hennar og mikilvægi, og hins vegar greining á þeim ógnum sem að henni steðja og kunna að spilla henni. Fagskóli og fræðasetur Í greiningu sinni á háskólahugmyndinni lítur Páll mjög til tveggja hefða; frönsku hefðarinnar sem kennd er við Napóleon (sjá bls. 15 og 88–90) og þýsku hefðarinn- ar sem kennd er við Humboldt (bls. 15 og 90–94). Megineinkenni hugmyndar Napóleons um háskóla var að slíkur skóli skyldi (1) taka mið af aðstæðum og þörf- um ríkisins, (2) vera kennslustofnun sem veitir nemendum hæfni og kunnáttu til að gegna tilteknum störfum og (3) er í öllum meginatriðum miðstýrt (bls. 89). Á hinn bóginn eru megineinkenni háskóla í anda Humboldts þau að slíkir skólar (1) eru helgaðir því markmiði að leita sann- leika og skilnings, (2) eru fræðasetur þar sem hópur fólks – nemendur og kennarar – vinnur saman að þekkingarleit og (3) gildi fræðastarfsins fyrir menntun og þroska manneskjunnar er mikilvæg rétt- læting fyrir tilvist háskóla (bls. 91–92). Fyrri hugmyndin er hugmynd um há- skóla sem fagskóla, sú síðari um háskóla sem fræðasetur (bls. 94). Flestir stærri háskólar eru hvorki hreinir fagskólar né hrein fræðasetur heldur sambland af hvoru tveggja. Há- skóli Íslands, sem er Páli eðlilega mjög hugleikinn í þessari bók, er augljóslega bæði fagskóli og fræðasetur í þessum skilningi. Um þetta segir Páll m.a.: Í sögu Háskóla Íslands hefur iðulega mátt merkja togstreitu milli hug- myndarinnar um háskólann sem fræðilegt menningarsetur og hug- myndarinnar um háskólann sem Hugur 2015-5.indd 152 5/10/2016 6:45:40 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.