Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 151
Hugur | 27. ár, 2015 | s. 151–164
Páll Skúlason, Háskólapælingar: um stefnu
og stöðu háskóla í samtímanum. Háskóla-
útgáfan, 2014. 260 blaðsíður.
Bókin Háskólapælingar eftir Pál Skúlason,
heimspeking og fyrrverandi rektor Há-
skóla Íslands, er líklega sértækust af þeim
bókum Páls sem komu út á árunum 2013
til 2015. Eins og titillinn gefur til kynna,
þá fjallar hún um háskóla, stefnu þeirra
og stöðu í samtímanum. Bókin skiptist í
þrjá hluta, I Greinar, II Erindi og viðtöl
og III Ræður úr rektorstíð. Í fyrsta hlut-
anum eru fimm kaflar, 12 til 25 blaðsíður
hver, þar sem Páll ræðir þróun og stefnu
háskóla hvað varðar rannsóknir, kennslu
og stjórnun. Í öðrum hluta bókarinnar
eru sjö kaflar, 4 til 14 blaðsíður hver, þar
sem Páll ræðir tillögur og kenningar sem
miða að því að efla hinn siðferðilega þátt
háskólastarfsins. Í þriðja hluta bókarinn-
ar, sem inniheldur 12 ræður úr rektorstíð
Páls, vakir fyrir honum að „upplýsa hvers
vegna [hann] sóttist eftir rektorskjöri og
hvaða stefnu [hann] boðaði og ætlaði
[sér] að fylgja eftir“ (bls. 27).
Bókin er kærkomið innlegg í um-
ræðu um stöðu og hugmyndafræði-
legan grundvöll háskóla, hvort sem er á
Íslandi eða í öðrum löndum. Umræða
um þessi mál hefur farið afar lágt í ís-
lenskum fræðaheimi en bók Páls gefur
kærkomið tækifæri til að taka til umræðu
ýmsar hliðar þessa mikilvæga máls. Há-
skólapælingar eiga einnig sérstakt erindi
við fræðimenn við Háskóla Íslands og
aðra sem láta sig afdrif þessarar stofn-
unar einhverju varða. Bókin er auk þess
merkileg söguleg heimild um rektorstíð
Páls og þær áskoranir sem Páll sá fyrir sér
að Háskóli Íslands þyrfti að takast á við.
Segja má að tveir þræðir gangi gegn-
um alla bókina. Annars vegar gagnrýni
Páls á hvers kyns tæknihyggju og mark-
aðshyggju um háskóla um leið og hann
brýnir fyrir lesandanum mikilvægi sið-
ferðilegrar visku. Hins vegar trú Páls á
háskólana og mikilvægi þeirra, ekki bara
fyrir fræði og vísindi, heldur fyrir framtíð
siðmenningarinnar. Páll hefur mikla trú
á háskólum, en hann er ekki allskostar
sáttur við það hvernig þeir hafa þróast.
Sannleikurinn er sá að sú stefna sem
einkennir háskóla samtímans að
leggja höfuðáherslu á vísindalegar og
tæknilegar rannsóknir virðist hafa
leitt til vanrækslu á hinni siðferði-
legu vídd þekkingarinnar. Kennslan
veður öll undir merkjum sérhæfingar
og við ölum upp sérfræðinga sem
eru kunnáttufólk á þröngum sviðum
en skortir skilning á samhengi fræða
sinna bæði við önnur fræði, við al-
mennt siðferði og þjóðfélagið (bls.
26).
Þótt Páll taki undir gagnrýni margra á
starfsemi háskóla og þau viðmið sem
Ritdómar
Pælt í háskólum
Hugur 2015-5.indd 151 5/10/2016 6:45:39 AM