Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 60

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 60
60 Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson merkingarlegt yfirlag sem við bætum við bókina út frá sjálfum okkur. En ef við einangrum merkinguna sem liggur í táknunum frá bókinni og sjáum bókina sem efnislegan hlut í hlutveruleikanum þá erum við um leið að þurrka út mikilvæga þætti þess hvað það er fyrir bókina að vera bók. Lykilatriði bókarinnar er sú merk- ing sem í henni er falin. Þannig að merkingin er ekki einhver túlkun, merkingar- legt yfirlag sem við leggjum yfir bókina, heldur er bókin fyllt merkingunni, hlaðin merkingunni sem hlutur. Táknin eru það sem „birtist“, en við lifum í tjáningu merkingarinnar.35 Þegar við lítum á bókina án merkingarinnar fáum við efnis- legan hlut sem hefur vísindalega merkingu, en merking þessa hlutar er ekki full merking hans sem slíks. Þannig fangar hin vísindalega eða eðlisfræðilega nálgun ekki hlutinn í raunveruleika sínum, heldur fangar hún ákveðna þætti hlutarins með aðferð einangrunar, þá þætti hlutarins sem skipta hina vísindalegu nálgun máli. Það sem Husserl bendir á hér er að við þurfum að vera meðvituð um það að hin vísindalega aðferð nálgast heiminn með ákveðinni aðferð og við ættum að gæta þess að rugla ekki þessari aðferð vísindanna saman við heiminn sjálfan. Þegar kemur að líkamanum og meðvitundinni þá á sér stað sambærilegt ferli. Vegna þess að hin náttúruvísindalega afstaða krefst þess að staðsetja allt í hinum mælanlega heimi þá fáum við hina fyrrnefndu sállíkamlegu afstöðu til meðvit- undarinnar. Meðvitundin verður þá eitthvert frekar ónauðsynlegt viðskeyti við hið efnislega og verður ekki nauðsynleg skilningi okkar á því sem er raunverulega raunverulegt. En þessi afstaða til meðvitundarinnar endurspeglar afstöðuna til bókarinnar sem eingöngu efnislegs hlutar. Með því að líta á meðvitundina á þennan hátt þá yfirsjást okkur mikilvægir þættir þess að vera líkamnaður. Ekki aðeins það að í lík- amleika okkar birtist heimurinn okkur og að þessi birtingarmynd er grundvöllur þeirrar merkingar sem hin náttúruvísindalega aðferð beitir, heldur einnig það að þótt það sé líkaminn, sem Körper, sem „birtist“ þá er það í því hvernig við komum fram, sem Leib, sem merking eða tjáning okkar sjálfra birtist. Og að sama skapi þegar við mætum öðrum lifandi líkömum þá mætum við ekki Körper, hlutgerðum líkömum, sem við ætlum einhverja sál sem er okkur dulin, heldur birtast í lifandi líkömum annarra – í framkomu þeirra – persónur.36 Hin náttúruvísindalega aðferð birtir okkur ákveðna hluta líkamans og ákveðin sjónarhorn á hann, en það er mikilvægt að vera meðvitaður um að aðferðin er aðferð einangrunar. Hún einangrar ákveðna þætti líkamleikans en lítur framhjá öðrum – eða úrskurðar þá jafnvel ónauðsynlega. En með þessari einangrun hættir 35 Husserl, 1989: 256. 36 Hér er snert á vandanum við samkennd (þ. Einfühlung, e. empathy) en hún er annað stórt rannsóknarverkefni fyrirbærafræðinnar. Husserl fæst sérstaklega við hana í Hugmyndum II og í fimmtu hugleiðingu Kartesískra hugleiðinga. Á þessum vanda hafa margir snert. Merleau-Ponty tekur hann fyrir í Fyrirbærafræði skynjunarinnar, Heidegger í Veru og tíma og Sartre í Veru og neind. Þá má segja að þetta sé eitt af meginviðfangsefnum Emmanuels Levinas. Þá eru tvö verk sem vert er að nefna sem sérstaklega taka þennan vanda fyrir. Annars vegar The Nature of Symp- athy eftir Max Scheler og On the Problem of Empathy eftir Edith Stein en bæði voru þau nemar Husserls. Sú síðarnefnda var einnig um tíma ritstjóri Hugmynda II. Hugur 2015-5.indd 60 5/10/2016 6:45:10 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.