Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 41
Hugtökin búa í hjarta okkar 41
gagnrýni sem ég hef fengið á mig, sem er frá Kristjáni Kristjánssyni, er sú að ég
leggi réttlæti, ást og frelsi til grundvallar sem grunngildi í siðfræði minni án þess
að færa nægileg rök fyrir því. Svarið er að rök mín fyrir því að leggja þessi gæði til
grundvallar byggjast á heimspekilegri greiningu. Að mínum dómi má flokka og
við eigum að flokka samskipti okkar í þrennt – aftur góð þrískipting – þ.e.a.s. í öll
hugsanleg mannleg samskipti, og ég væri tilbúinn að leggja samskipti við dýrin
þar inn í, samskipti við fjölskyldu og vini, og þau samskipti sem maður hefur við
sjálfan sig. Þegar um mannleg samskipti almennt er að ræða eru það réttlæti og
ákveðin virðing sem leika lykilhlutverk, þ.e.a.s. þau gilda alltaf og alls staðar í öll-
um samskiptum. Ástin og vináttan gilda í ákaflega þröngum hópum, menn geta
ekki átt marga góða vini, þú getur ekki kynnst nema svo og svo mörgum í neinni
alvöru og þú eignast auðvitað ástvini, en sá hópur er mjög takmarkaður, þannig
að ástin er bundin þessum hópi. Síðan er það sem kallað er frelsi, orðið sem ég vil
helst nota hér er orðið sjálfræði, þ.e.a.s. að ráða sér sjálfur. Það er það sem skiptir
langmestu máli í samskiptum við sjálfan sig. Ef maður hefur ekki stjórn á sjálfum
sér, ef maður hefur ekki ákveðið sjálfræði þá er víst að maður kemur til með að
klúðra svo og svo miklu í lífi sínu vegna þess að maður tekur rangar ákvarðanir.
Þarna eru alveg ákveðin rök fyrir ákveðinni þrískiptingu og síðan geta menn leik-
ið sér að því að stilla upp annars konar flokkunum og greiningum ef þeir vilja. Ég
vinn mikið út frá hugtökum eða orðum og reyni svo að sjá einhverja rökvísi í að
tengja þau saman, að binda þau hvert öðru með einum eða öðrum hætti.
Hugur 2015-5.indd 41 5/10/2016 6:45:04 AM