Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 20

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 20
20 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason Já, ég held að það sé rétt, en það er líka rétt að nefna í þessu sambandi að Sartre er ekki með þessa hugmynd um merkingarheiminn. Fyrir hann er heimurinn tvískiptur, annars vegar höfum við veruleika sem er hinn hlutlægi veruleiki sem hvílir í sjálfum sér og Sartre kallar veruna-í-sér, ef maður þýðir það orðrétt úr frönsku og ég þýði sem íveruna, og hins vegar er það sem hann kallar veran- fyrir-sig eða veran sem er vera vitundarinnar þar sem frelsið kemur til sögunnar, sem er eiginlega vera í andstöðu við veru hlutanna. Þetta er þá algerlega huglæg- ur veruleiki vitundarinnar sem er að verki í okkar mannlega veruleika og hvergi annars staðar eins og Sartre leggur það upp. Mér virðist að merkingin sé í hans huga bara eins og merking tungumálsins eða merking í svokölluðum fyrirbæra- fræðilegum skilningi, sem er það að hlutirnir eru eitthvað tiltekið fyrir okkur og það er vitund okkar að endingu sem ákvarðar þessa merkingu, ákvarðar hvað þeir eru fyrir okkur, þessir hlutir sem liggja þarna í veruleikanum, óræðir og lokaðir inni í sjálfum sér, eins og hann lýsir í hinni svonefndu íveru. Þannig að þarna er einföld tvískipting sem mér finnst ekki duga til að móta þá heimspeki eða réttara sagt frumspeki sem ég er að reyna að nota. Þú hafnar þá slagorði Sartres að tilvistin sé upprunalegri en eðlið, að maðurinn sé algjörlega óháður einhverju fyrirfram ákvörðuðu eðli, að við séum bara hreint frelsi? Ég held að Sartre hafi kannski ekki verið með aðaláhersluna á að móta heil- steypta frumspekikenningu, hann lét sér nægja þennan greinarmun á sérverunni og íverunni. Hvað varðar setninguna „tilvistin er upphaflegri en eðlið“, sem er ein frægasta setning Sartres úr bókinni Tilvistarstefnan er mannhyggja, held ég að ég myndi segja að hún sé sönn innan þeirra marka að við skiljum hvað það er að vera frjáls í þeim skilningi sem hér er um að ræða. Ég spyr þig þá bara næst, hvaða skilning leggur þú í þessa hugmynd að það sé til merkingarheimur sem sé í einhverjum skilningi óháður okkur sem einstökum hugsandi verum? Ég á við að það sé til ákveðinn heimur, við skulum kalla hann heim hugtaka, sem gerir okkur mögulegt að uppgötva heiminn í senn sem skiljanlegan og óskiljan- legan. Spurningin er eiginlega í hvaða skilningi er hann óskiljanlegur fyrir okkur og í hvaða skilningi er hann skiljanlegur?! Er þessi merkingarheimur sjálfstæður í þeim skilningi að hann héldi áfram að vera til þó við mennirnir myndum hverfa út úr heiminum? Já, ég held það. Ég held að hann yrði tvímælalaust til áfram þó við myndum hverfa og allar vísbendingar eru um það að við munum hverfa löngu áður en al- heimurinn hverfur, ef hann hverfur nokkurn tímann. Ástæðan fyrir því að ég segi þetta er sú trú mín að hugsunin sem við erum að takast á við í heimspeki er ekki bara mannleg hugsun sem er bundin því hvernig við erum gerð líkamlega. Hún er líka háð því hvernig við tölum, hvernig tungumálið er, þannig að það eru mörg skilyrði fyrir mannlegri hugsun sem eru sérstök. Jafnframt trúi ég því að það sé til hugsun sem sé almenn og algild og gildi alls staðar, jafnvel í öllum hugsanlegum Hugur 2015-5.indd 20 5/10/2016 6:44:58 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.