Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 143

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 143
 Frammi fyrir lífinu og dauðanum 143 og gerist í greinasöfnum af þessu tagi. Þá má nefna að frágangur textanna hvað varðar uppsetningu og yfirlestur virðist með besta móti. Hvað umfjöllun um heimspekinga varðar talar Páll allítarlega um Frakkana Sartre, Ricœur og Derrida í fleiri en einni grein. Forn-Grikkirnir Sókrates, Platon og Aristóteles skipa einnig sess í bókinni, þó sérstaklega Platon sem virðist hafa höfðað betur og betur til Páls eftir því sem árin færðust yfir. Þjóðverjarnir Kant, Hegel og Heidegger koma einnig við sögu og nokkrir fleiri. Telja má víst að Páll fjalli í bókinni um þá heimspekinga sem hann hafði hvað mest dálæti á og sótti helstu viðfangsefni sín til. Ef segja má að Páll hafi skrifað þrenns konar greinar, þ.e. um heimspekiiðkun- ina sjálfa, aðra heimspekinga og loks um tiltekin hugtök, eins og ást eða stjórn- mál, eru greinar í safninu af fyrri tveimur tegundunum, með einni markverðri undantekningu þó. Þannig eru fyrstu fimm greinarnar í bókinni um heimspekina sjálfa og hvað í því felst að vera heimspekingur, næstu átta greinar eru um aðra heimspekinga, þá kemur undantekningin, sem ég tel reyndar áhugaverðustu grein bókarinnar og mun fjalla betur um á eftir, og síðast er fyrrgreint viðtal frá 1985. Um aðra heimspekinga Ef til vill er best að byrja á þeirri tegund texta sem ég hef minnst um að segja, en það eru umfjallanir um aðra heimspekinga. Fyrst kemur ágætur inngangur að Sartre í ljósi gagnrýni frá Heidegger. Þá koma tveir ágætir textar um Ricœur. Í þeim fyrri er kenningu Ricœurs um sjálfið teflt fram gegn kenningu Sartres og sá síðari, sem mér finnst reyndar óþarflega illskiljanlegur, fjallar um kenningu Ricœ- urs um viljann. Þrátt fyrir að ég hafi ekki nægilega þekkingu á Sartre og Ricœur til að vera dómbær á túlkun Páls, er erfitt að sjá að hún geti talist mjög umdeild þar sem Páll talar frekar almennt um flest. Páll verður ekki sakaður um að tapa sér í tæknilegum smáatriðum. Næst koma tveir elstu textarnir í greinasafninu, „Vandinn um hið illa og sið- fræðilegur grunnur heimspeki Pauls Ricœur“ (1983) og „Inngangsspjall að hug- leiðingum um mannvísindi í Frakklandi“ (1976). Mér virðast þetta jafnframt vera tvær sístu greinarnar í bókinni. Það kann að vera að ég skilji Pál ekki fyllilega hér, en í fyrri greininni virðist mér hugsun hans óþarflega kassalaga þar sem hann virðist ganga út frá „raunverulegu siðferði“ (156). Ekki get ég heldur séð að Páll haldi þessum hugsunarhætti til streitu í síðari skrifum sínum. Greinin frá 1976 er svo frekar rislítil kynning á nokkrum frönskum hugsuðum. Þar er einnig sérlega lítið að finna af Páli sjálfum, að minnsta kosti eins og við þekkjum hann úr seinni skrifum hans. Í þessum hópi greina sem fjalla um aðra heimspekinga eru svo loks þrír textar um Derrida. Einn er stutt og persónuleg minning og hinir tveir eru að mér virðist vel skrifaðir inngangstextar að heimspeki Derrida, „Að vera á skilafresti. Stuttur formáli að heimspeki Jacques Derrida“ og „Ritgerðin endalausa eða vandinn að komast inn í Derrida“. Ég læt þetta nægja um greinar um aðra heimspekinga. Hugur 2015-5.indd 143 5/10/2016 6:45:36 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.