Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 136

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 136
136 Nanna Hlín Halldórsdóttir „gagnrýninni hugsun“ heldur miklu frekar að spyrja þau hvað það þýddi að segja sig vera plágu á jörðinni, yppta svo öxlum og tékka á fésbók í snjallsímanum. Ég þurfti að endurhugsa mínar gagnrýnu aðferðir fyrir þennan tíma og þennan stað. Ennfremur þurfti ég á einhvern hátt að læra að dvelja ekki aðeins í gagnrýninni, eða að skapa sektarkennd. Eftir að hafa notað hinn dystópíska unglingabóka- þríleik Hungurleikana til þess að skoða hvað væri athugavert við samfélagskerfið okkar, fann ég mig í sárri þörf fyrir hlýja og góða útópíu svo við myndum ekki endilega endurframleiða þennan plágu-sjálfsskilning (eða í það minnsta skoða hvort pláguvírusar gætu kannski haft það kósí með öðrum). Strax eftir hrun var ákallið um gagnrýna hugsun bundið von um að nú gæti virkilega eitthvað breyst. Eftir því sem lengra líður frá hruni virðist sú von smám saman vera að breytast í kaldhæðni og hvað sem má segja um kaldhæðni þá hvet- ur hún ekki beinlínis til aðgerða. Plágu-sjálfsskilningurinn gæti verið til marks um slíka vonkalda hugsun. Vonin um breytingar eftir hrun stóðst ekki væntingar okkar en víst er að ekkert gerist ef vonin fær að deyja.66 Einmitt á þessum tíma- punkti, þegar enn kreppir að en við erum kannski lent aftur á jörðinni eftir bæði sjokkið sem og útbólgnaða von fyrstu áranna, er mikilvægt að halda áfram að spyrja um gagnrýni. Það er jafnframt mikilvægt að gagnrýnin hugsun verði ekki að fastmótuðum flokki sem smám saman missi bæði þýðingu og von. Að flokki sem varpi fram svo abstrakt lögmálum að engin tengi í raun við þau. Að hugmynd sem fólk yppi öxlum yfir, hlæi kaldhæðnislega að og noti til að minnast vonarinn- ar sem lifði í kjölfar hruns. Páll glímdi við spurninguna um það hvort hægt væri að kenna gagnrýna hugs- un, svaraði henni játandi en skildi enn fremur eftir rými fyrir hverja og eina manneskju til þess að tilgreina gagnrýna hugsun ætíð upp á nýtt. Síðan þá hefur mikið borið á því að rætt sé hvernig megi kenna gagnrýna hugsun á ólíkum stig- um skólakerfisins. Spurning Páls er hins vegar fræðilega áhugaverðari heldur en spurningin um hvernig að mínu mati. Vegna þess að spurningin um hvernig á ekki beinlínis heima í fræðilegri umræðu heldur frekar í gagnrýnum aðgerðum. Í gagnrýnum fræðum er mikið spurt um samband fræða og aðgerða (e. theory and practice), í þessu tilfelli, hugsun okkar um gagnrýni – á borð við þessa grein og síðan hvernig við stundum hana alltaf þá þegar í samskiptum við aðra.67 Fræðileg umræða af þessu tagi ætti að hafa það í sér að opna fyrir möguleika og velta þeim fyrir sér en gæti verið varasöm ef hún festir alveg niður tímalausar hugmyndir um gagnrýni. Að kenna gagnrýna hugsun aftur á móti er að gagnrýna kennda hugsun; að skoða hugsun okkar og undrast yfir því hversu mörgu við tökum sem sjálfsögðu. Það tilvistarlega sjónarhorn sem hér hefur verið sett fram út frá hug- myndum Butler gæti reynst ein leið í samtímanum til þess að koma auga á lærðar og kenndar hugsanir okkar sem takmarka tilvist okkar eða annarra. Hvernig slík aðferð yrði útfærð í samræðu eða kennslu er ekki hægt að vita fyrirfram heldur 66 Fyrir frekari pælingar um samband vonar og útópíu, sjá Nanna Hlín Halldórsdóttir, 2013. 67 Samband teoríu og praxís þarf ekki að vera fullkomlega aðgreint samanber þá hugmynd Theodors Adorno að teoría sé alltaf þegar praxís; hún búi ekki í einhverjum óhlutbundnum heimi. Hug- leiðingar Adornos má t.d. sjá í greininni „Marginalia to Theory and Praxis“. Adorno, 1998. Hugur 2015-5.indd 136 5/10/2016 6:45:34 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.