Hugur - 01.01.2015, Side 135

Hugur - 01.01.2015, Side 135
 „Gagnrýnin hugsun“ í gæsalöppum 135 siðferðislegt að mati Barad, það er enginn gjörningur sem er ekki á sama tíma siðferðislegur.62 Gagnrýnin fræði síðustu ára hafa að miklu leyti gengið út á að búa til rými fyrir raddir minnihlutahópa.63 Áhersla hefur verið lögð á að spyrja í nafni hvers maður talar og að passa að skapa ekki kúgandi samskiptamynstur sem gæti verið útilokandi fyrir eitthvert fólk. Í samræmi við þær hugmyndir um gagnrýni sem settar eru fram í þessari grein þá mætti segja að það hafi verið mikil varkárni varðandi það að skapa ekki þekkingarramma sem kúgi aðra. Þessi hugsun hefur á margan hátt verið byltingarkennd og fært fram miklar breytingar á sambandi valds og þekkingar. Hins vegar hefur þessi varkárni gert það að verkum að margt fólk hefur látið sér nægja að dvelja í að rífa niður án þess að byggja upp til þess að vera öruggt um skapa ekki framtíðarsýn sem gæti reynst útilokandi fyrir ein- hverja. Hin styðjandi64 nálgun ný-efnishyggjunnar felst í því að byggja einnig upp fyrir framtíðina á þann hátt að alltaf sé pláss fyrir þá gagnrýnu hreyfingu sem hér hefur verið lýst.65 Sá hlýi og staðfestandi straumur sem streymir nú inn í samtímahugsun gefur aftur á móti rými til þess að ímynda sér heim sem hefur ráðið bót á hverju því sem maður er að gagnrýna. Butler er vissulega umhugað um að byggja upp en er mjög varkár að leggja ekki línur sem geti reynst útilokandi fyr- ir eitthvert fólk og dvelur því fremur í gagnrýninni. Að skoða hvernig gagnrýnin aðferð er alltaf þegar siðferðisleg rímar á áhugaverðan hátt við samband siðfræði og gagnrýnnar hugsunar. Það þýðir þó ekki að binda ætti gagnrýni við einhvers konar heimspekikennslu; síður en svo, ég held að þverfagleiki gagnrýnna fræða hjálpi okkur við að gera okkur grein fyrir því að gagnrýni okkar er alltaf þegar mótuð af ákveðinni sögu og samtíma um leið og við reynum að gagnrýna þann sama tíma. En þá verður manni spurn: Hvað er í gangi í dag? Erum við pest og plága? Þar sem ég sat í samræðuhring með unglingum í Háskóla unga fólksins að tala um hin ýmsu málefni á „gagnrýninn hátt“ kom það nokkuð aftan að mér hversu viðteknar ákveðnar gagnrýnar skoðanir væru. Nemendur voru sammála um að við mannkynið værum plága á jörðinni og það besta sem gæti komið fyrir jörðina væri að losna við okkur. Ég sem kennari þurfti ekkert sérstaklega að opna dyrnar fyrir hversu lítið rými væri fyrir sjúklinga til að takast á við og upplifa tilfinningar eins og reiði gagn- vart sjúkdómi sínum – vegna skilyrðislauss skylduboðs jákvæðrar hugsunar. Sjá Ehrenreich, 2010. 62 Barad, 2012: 49. Dæmi um játandi iðju er til dæmis það sem á ensku útleggst sem „autonomous marxism“ og tekur ekki þátt í þeirri gagnrýni á kapítalisma sem sér kapítalísk valdatengsl hvar- vetna heldur bendir á þau svæði þar sem fólk deilir með sér því sem það á. 63 Á ensku eru til dæmis talað um critical white studies og critical disability studies. 64 Hin styðjandi iðja þýðir ekki að maður eigi ekki að kafa í málin og uppræta þau mynstur sem maður finnur að, heldur að huga að þeirri aðferð sem nýtist til að breyta hlutunum og hvernig hún orkar á ólíka gerendur. 65 Þetta tónar ágætlega við aðrar nýjar áherslur í fræðaheiminum í dag, nefnilega endurkomu marxísk-femínisma í skrifum fræðikonunnar Kathi Weeks. Í bókinni Problem with Work greinir Weeks hvernig rými fyrir útópíska hugsun var í raun útilokað innan gagnrýninna fræða þar sem bæði sósíalísk öfl og frjálshyggjuöfl gagnrýndu útópíska hugsun fyrir að vera ekki nógu pragmat- ísk. Sjá Weeks, 2010. Hugur 2015-5.indd 135 5/10/2016 6:45:33 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.