Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 69

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 69
 Heimspeki líkamans og heimspeki í líkamanum 69 skynja sig sem útilokaða á grundvelli sjálfsmynda sem eru skilgreindar sem frá- vik frá þessu viðmiði. Barátta fyrir réttindum homma, lesbía, transfólks og fólks sem fylgir ekki kynjatvíhyggjunni endurspeglast í hinsegin fræðum sem sam- félagskenningu um margbreytileika. Tvíhyggja kynjasjálfsmynda víkur hér fyrir margbreytileika hópa og minnihlutahópa.10 „Konur“ eru ekki lengur samnefnari fyrir kynjabaráttu að dómi Butler vegna þess að þær eru fjölbreytilegt mengi. Ég vil hins vegar leiða að því rök hér að vissulega sé breytileikinn alls ráðandi meðal kvenna, en engu að síður er „maðurinn“ í raun ekki til sem slíkur eins og Beauvoir benti á í Hinu kyninu, heldur birtist hann okkur í tveimur kynjum (með gráu svæði á milli) vegna þess að það eru í grófum dráttum tvær megin líkamsgerðir, karl- og kvenlíkamar. Lengst af hefur karllíkaminn verið viðmið fyrir það sem hefur verið talið „maður“ og kvenlíkaminn verið talinn frávik og settur niður fyrir allt það sem gerir hann afbrigðilegan frá karl-viðmiðinu. Líkaminn Þrátt fyrir það hversu ólíkar þessar ofannefndu stefnur femínismans eru þá má að mínu mati finna þeim samnefnara. Þessi samnefnari er líkaminn og hann er jafn- framt hinn heimspekilegi skurðpunktur umbreytingarafls femínískrar heimspeki fyrir heimspeki almennt. Ég tala hér um líkama en hann er í heimspeki líkamans iðulega greindur frá kroppinum. Líkaminn er staður lifaðrar reynslu líkamsver- unnar en kroppurinn er búkurinn sem efnislegur hlutur sem má mæla, meta og vega hlutlægt út frá vísindalegum lögmálum. Vissulega er ekki hægt að greina líkama og kropp pent í sundur en í heimspeki líkamans og heimspeki í líkama sem hér er kynnt er gengið út frá reynsluhugtaki um líkamsveruna. Sem hold er líkaminn tengslavera vegna þess að við fæðumst inn í fjölskyldu- sambönd, sifjar, samfélagslegt samhengi, menningu og hefðir. Sem líkamar erum við ævinlega á tilteknum aldri, í tilteknu ástandi, kyni, höfum ákveðna hæfni, o.s.frv. Viðurkenning á manninum sem líkamsheild grefur undan hefðbundinni aðgreiningu heimspekinnar á hug/sál og líkama og á vitsmunum og tilfinningum. Líkaminn gerir okkur raunveruleg og þess vegna er hann eitt af stóru viðfangsefn- um heimspeki samtímans. Uppgötvun eða enduruppgötvun líkamans (eftir því hvernig á það er litið) leyfir okkur að öðlast raunsærri og fyllri hugmyndir um manninn sem þekkingar-, siðferðis- og samfélagsveru. Hinn aflíkamnaði maður heimspekihefðarinnar var líkt og búk- og útlimalaus engill með höfuð og vængi, eins og Schopenhauer, einn fyrsti heimspekingur líkamans á 19. öld, fullyrti.11 Eins og þekkt er, gerði Schopenhauer líkamann að grundvelli náttúruvæddrar frumspeki sinnar og þar með lauk hann upp dyrum fyrir inngöngu líkamans inn í heimspekina.12 Líkamleikinn er ennfremur þáttur í nýjum og víðari skilningi 10 Hinseginfræði eiga einnig samleið með kenningum um „intersectionality“ sem er greiningarað- ferð sem hefur verið kölluð samtvinnun mismunarbreyta eins og stéttar, þjóðarbrots, kynhneigðar, fötlunar, hæfni, o.s.frv. 11 Schopenhauer, 1977: 142. 12 Sigríður Þorgeirsdóttir, 2010. Hugur 2015-5.indd 69 5/10/2016 6:45:12 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.