Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 159

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 159
 Um ævir og siði heimspekinganna eða „fyrirheit um ónumið land“? 159 Iceland. A Historical and Cultural In- troduction“, leiðir í ljós getum við trauðla litið á þann viðburð sem sjálfgefinn og óvefengjanlegan núllpunkt akademískrar samtíma heimspeki í íslensku samhengi. Líta má svo á að Gunnar marki upphaf akademískrar heimspeki hér á landi, þ.e. sem skipulagðrar námsgreinar innan menntastofnunar, við þau tímamót þegar kennsla heimspekilegra forspjallsvísinda var tekin upp við Prestaskólann í Reykja- vík árið 1848. Ekki má gleyma því að fyr- ir þann tíma lögðu Íslendingar stund á heimspeki við erlendar menntastofnanir öldum saman. Segja má að lesandanum sé látið eftir það verkefni að afmarka umfjöllunar- efni bókarinnar fullum fetum og verður niðurstaðan líklega sú að allir þeir heim- spekingar sem fjallað er um í bókinni hafi starfað, sem slíkir, á vettvangi Há- skóla Íslands eftir 1972. Augljóslega er þó um nauðsynlegt en ekki nægjanlegt skilyrði að ræða. Hér verður að halda því til haga að yfirlýst markmið bókarinnar er ekki að setja fram tæmandi yfirlit um viðfangsefnið. Ritstjórinn gengst fylli- lega við því að ekki sé mögulegt að gera heildstæða grein fyrir öllum krókum og kimum íslenskrar heimspeki í safni af þessum toga. Það er því yfirlýst ritstjórn- arleg ákvörðun að líta ekki til þeirra sem hafa sinnt heimspekilegum rannsóknum og fræðum við erlenda háskóla eða aðra háskóla hér á landi. Í því sambandi gefur ritstjórinn því undir fótinn að fjalla megi um „these fascinating philosophers and their valueable contributions to Icelandic philosophy“ í öðru bindi. Það breytir því ekki að margra er saknað og fjarvera sumra gæti jafnvel vakið furðu. En föll- um ekki í þá gryfju að einblína á það sem verkið fjallar ekki um. Yfirlýst markmið Inquiring into Contemporary Icelandic Philosophy eru þrjú: 1) Að veita yfirsýn yfir fjölbreytt landslag íslenskrar heimspeki. Með það fyrir augum er hver kafli hugsaður sem inngangur að hugmyndum, verkum og aðferðum þeirra heimspekinga sem fjallað er um. 2) Að varpa ljósi á áhrif og áhrifavalda þessara heimspekinga, bæði innanlands og utan. 3) Að gera hugmyndir og verk þessara heimspek- inga aðgengilegri hinum enskumælandi heimi. Að lokum verður að geta þátt- ar fyrrnefnds inngangskafla ritsins. Sá hluti, umfram aðra, svarar því ákalli sem vísað var til sem tilefni verksins í heild og gerir tilraun til að skýra sögulegt og menningarlegt samhengi íslenskrar heimspeki allt frá miðöldum til sam- tímans á samfelldan og heildstæðan máta. Samkvæmt formála bókarinnar er vonast til að með henni fái lesandinn í það minnsta einhverjar vísbendingar um hvort íslensk heimspeki beri einhver sérkenni, hvort eitthvað greini hana frá heimspeki annarra þjóða og hvort það sé yfirhöfuð mögulegt að tala um „íslenska heimspekinga“ eða „íslenska heimspeki“. Að lokum ætti lesandinn, sama hver bak- grunnur hans er, að hafa öðlast innsýn í „Icelands’s flourishing philosophical community“. Það myndmál sem er notað til að lýsa markmiðum ritsins, að veita skuli yfir- sýn yfir fjölbreytt landslag og innsýn í blómstrandi og dýnamískt samfélag, er ekki í öllu leyti í samræmi við efnistök og efnisskipan. Nær lagi væri að draga upp líkindi við röð andlitsmynda af ólík- um viðfangsefnum máluðum af ólíkum höfundum. Þrettán heimspekingar eru teknir til umfjöllunar af ellefu höfundum í þremur þáttum: Þorsteinn Gylfason, Páll Skúlason, Arnór Hannibalsson og Mikael M. Karlsson skipa fyrsta þáttinn; Vilhjálmur Árnason, Svavar Hrafn Svav- arsson, Róbert H. Haraldsson, Kristján Kristjánsson og Sigríður Þorgeirsdóttir annan þáttinn; en kaflar um þau Þorvarð Árnason, Eyju Margréti Brynjarsdóttir, Ólaf Pál Jónsson og Björn Þorsteinsson reka svo lestina í þriðja þættinum. Rétt er að taka það fram áður en lengra Hugur 2015-5.indd 159 5/10/2016 6:45:44 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.