Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 82

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 82
82 Mikael M. Karlsson né gerist hann sekur um annars konar undanbrögð; og að efasemdir Fyrstu og Annarrar hugleiðingar beinist að öðru en skynseminni. Með þessu móti vonast hann til að bjarga Descartes út úr erfiðleikunum sem virðast blasa við ef skynsem- in er dregin í efa í Fyrstu hugleiðingu. Ég færi rök fyrir því, í fyrsta lagi, að rök- færslur Frankfurts til varnar því að undanskilja skynsemina frá fyrirfram-efa gangi ekki upp; í öðru lagi að af endurhæfingarástæðum þurfi að draga skynsemisgáfuna í efa (en ekki fyrirfram-efa) í Fyrstu hugleiðingu enda sé það líka gert; og í þriðja lagi að það byggist á misskilningi – bæði hjá Frankfurt og þeim gagnrýnendum Descartesar sem Frankfurt er að svara – þegar efi um skynsemina í Fyrstu hug- leiðingu er talinn þýða skipbrot hinnar kartesísku leitar að sannleikanum. Ég byrja á því að ræða um fordóma, sem við þurfum að skilja vel og vandlega ef við eigum að sjá hvernig kartesísk endurhæfing á að ganga fyrir sig: þessi umræða lýtur að nokkrum mikilvægum atriðum varðandi skynsemina og aðrar sálargáfur. Síðan kem ég að spurningunni um fyrirfram-efa og reyni að sýna fram á að hann sé hvorki verjandi né kartesískur. Að lokum rýni ég í Hugleiðingarnar, frá hinni fyrstu og fram í fyrri hluta hinnar þriðju, og sýni með dæmum framvindu hinn- ar kartesísku endurhæfingar. Um leið reyni ég að skýra hina „aðferðarfræðilegu reglu“, sem ég kalla svo, sem stýrir efahyggjuröksemdum Fyrstu hugleiðingar og mig greinir á um við Anthony Kenny. Ég held því einnig fram að efasemdir um sálargáfur á borð við skynjun og skynsemi séu torveldari samkvæmt aðferð Descartesar en venjulega er talið. Ég ber tilraun hans til að efast um skynjunina, sem gengur upp, saman við tilraun hans til að efast um skynsemina, sem gengur ekki upp. Báðar tilraunirnar virðast vera í tveim þrepum. Ég reyni að sýna fram á að tilraunin til að efast um skynsemina í Fyrstu hugleiðingu sé í mjög mikilvægu atriði sambærileg við fyrra þrepið í tilrauninni til að efast um skynjunina. Ég reyni einnig að sýna fram á að síðara þrepið, sem gengur ekki upp, í tilrauninni til að efast um skynsemina (sem er oftast rætt) sem kemur ekki fyrr en í Þriðju hugleiðingu (ég reyni að skýra hvers vegna það er ekki hægt að koma því við fyrr en þá), sé sambærilegt við síðara þrepið, sem gengur upp, í tilrauninni til að efast um skynjunina. Öll þessi atriði samræmast túlkun minni á aðferð Descartesar sem endurhæfingu, þó að túlkun mín krefjist þeirra ekki beinlínis. II Leitin að sannleikanum er samræða milli Polyanders, „manns sem gæddur er venjulegum gáfum“ og hefur aldrei lagt stund á heimspeki, Eudoxusar, upplýsts manns sem skoða má sem fegraða mynd af Descartes sem fullveðja heimspekingi, og Epistemons, fræðimanns sem er „vel að sér um allt sem læra má í skólunum“ (Leitin: HR I:307).4 Í formálanum að þessu verki (sem hefur ekki varðveist í heild sinni) ritaði Descartes að maður 4 Ég hef notað þýðingu Haldane og Ross (HR = The Philosophical Works of Descartes, þýð. Elizabeth S. Haldane og G.R.T. Ross, Cambridge: Cambridge University Press, 1967–1968) nema annars sé getið og hef auk þess getið blaðsíðutals HR við allar tilvitnanir í verk Descartesar. Í sumum tilvikum voru þýðingar gerðar sérstaklega fyrir ritgerðina – lesandinn finnur þá tilvísun til útgáfu Hugur 2015-5.indd 82 5/10/2016 6:45:15 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.