Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 146

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 146
146 Róbert Jack hann enn á þolmörk þessarar skiptingar í síðustu greininni í Hugsunin stjórnar heiminum. Áður en ég segi skilið við greinina „Hvað er heimspekikennsla?“, verð ég að nefna vonir Páls fyrir mannkynið, en hann segist vona að það nái að samhæfa þekkingu sína (41). Hann tengir þetta þroska í hugarheiminum (42) og segir heimspekikennslu snúast um forsendur þessa þroska. Um þessi tvö atriði hefði verið gaman að lesa ítarlegri umfjöllun frá Páli, því þó að vonin um að mannkyn- inu takist að samhæfa þekkingu sína geti virst harla brosleg í sífellt flóknari heimi, þá hygg ég að hún sé eitt áhugaverðasta verkefni heimspekinnar í framtíðinni. Varðandi þroskann er ég einnig hjartanlega sammála Páli um að hann tengist þessu viðfangsefni, meiri þroski gerir það líklegra að þetta verkefni beri árangur. Þriðja greinin í bókinni spyr í titli sínum hvort heimspeki sé platonsk í eðli sínu og er ein af fjórum greinum í safninu sem hvorki virðist hafa birst áður né byggj- ast á fyrirlestri sem Páll hélt áður.7 Sem eins konar platonisti er ég auðvitað afar ánægður með hvað Páll leitar mikið til þessa stóra meistara í sumum af síðustu greinum sínum.8 Ég get hins vegar ekki tekið undir með Páli að það afturhvarf til frummyndakenningarinnar sem hann virðist sjá fyrir sér sé æskilegt. Páll talar um að gagnrýni Aristótelesar á frummyndakenningu Platons hafi á endanum valdið því að eining merkingar, sem frummynd hins góða standi fyrir, skiptist upp og glatist þar með. Þannig verði okkur ekki lengur kleift að skilja heildarsamhengi hlutanna (59). Í niðurlagi greinarinnar segir Páll það höfuð- spurningu heimspekinnar hvernig við eigum að hugsa þá merkingu sem býr í frummynd hins góða (62). Og vegna þeirrar heildarmerkingar, sem þessi frum- mynd geti veitt okkur, telur Páll að hún skipti öllu máli við iðkun heimspeki. Það verður að segjast að í dag sé þessi niðurstaða sannarlega óvænt. Frum- myndakenning Platons hefur frekar verið nokkuð sem menn skopast að á síðari tímum. Ég tel Páli það tvímælalaust til tekna að þurfa ekki að tolla í tískunni og ég viðurkenni að vandamálið sem hann nefnir sé raunverulegt, því það er tví- mælalaust erfiðara að lifa í heimi þar sem merkingu hlutanna hefur verið skipt upp en þar sem hún er ein og heildstæð. Það er hins vegar vandséð hvernig hverfa má til baka til þeirrar einföldu sýnar sem frummynd hins góða stendur fyrir. Það virðist svolítið eins og ætla að gleyma öllu sem gerst hefur síðustu áratugina og reyna að endurlifa gamla takta frá unglingsárunum. Ég held einfaldlega að það virki ekki. Til að hlúa að merkingunni á ný er miklu nær að upphefja þau fræði sem fást við merkinguna í heiminum og vanda sig við að samhæfa þekkingu mannkynsins, eins og Páll komst að orði í greininni um heimspekikennsluna. Tvær síðustu greinarnar af þessum fimm fyrstu greinum bókarinnar virðast mér bæta litlu við hinar þrjár sem á undan koma. Þær heita „Hlutverk heim- spekingsins í opinberu lífi“ og „Að skilja heimspeking“ og fjalla vissulega um 7 Ein af þessum fjórum greinum er um Sartre, ein um Ricœur og sú síðasta er síðasta greinin í bókinni. 8 Í greininni „Lífsgildi þjóðar“ rekur Páll þrískiptingu heimsins sem hann aðhyllist til Platons (2009: 42) og þá leikur Platon mikilvægt hlutverk í fleiri greinum í Hugsunin stjórnar heiminum, ekki síst síðustu greininni. Hugur 2015-5.indd 146 5/10/2016 6:45:37 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.