Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 72

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 72
72 Sigríður Þorgeirsdóttir siðferðisveruna og samfélagsveruna. Með þessari hugmynd var lagður grunnur að líkamsheimspeki í mismunarfemínisma. Róttækustu og áhrifamestu kenninguna af þessum toga í heimspeki samtímans er að mínu mati að finna í heimspeki Luce Irigaray. Heimspeki hennar hverfist um að skapa kynjunum nýjar forsendur fyrir sambandi sín á milli. Í þeim skilningi gengur kenning Irigaray lengra en frjáls- lyndar, marxískar eða hinsegin kenningar sem fela í sér kröfu um bætt réttindi eða ákall um samfélagsbreytingar. Irigaray leggur á enn dýpri mið, en hún sér fyrir sér umbreytingar heimspekinnar, kynjanna, lýðræðislegs samfélags og hnattræns heims. Þetta eru jafnframt þau þemu sem Irigaray hefur fengist við í réttri röð á mismunandi stigum heimspeki sinnar.21 Líkaminn og heimspeki Luce Irigaray Í fyrri verkum Irigaray er að finna gagnrýni vestrænnar heimspeki en þar tekur hún fyrir lykilverk og meginviðfangsefni hennar. Þar á meðal er gagnrýni hennar á hellislíkingu Platons þar sem hún túlkar hellinn með myndhverfingu móður- lífsins og sýnir þannig fram á hvernig heimspekingar fórni móðurinni, móður jörð og líkamanum á altari draums um aflíkamnaða heimspekilega tilvist.22 Á grundvelli sálgreiningar og afbyggingar, sem er einkennandi fyrir nálgun franskra, póststrúktúralískra, femínískra heimspekinga, túlkar Irigaray sígilda texta heim- spekinnar í ljósi sem er undirliggjandi og hulið í textunum. Í hellislíkingunni kemur hún í senn auga á hugarburð, bældan ótta, og aðferðir til að stjórna eða halda velli. Á næsta stigi gagnrýni sinnar á kanónísk rit heimspekinnar á hún í skáldlegri samræðum við heimspekinga eins og Nietzsche og Heidegger. Í bók sinni um Friedrich Nietzsche þar sem hún bæði lofar heimspeki hans og gagnrýnir, auðkennir hún sjálfa sig sem elskhuga heimspekingsins Nietzsches. Hún er úthafsástkonan hans (fr. Amante marine) sem kemur úr sjónum eins og titill bókarinnar ber með sér og minnir hann á uppruna hans í vatni og í móður.23 Í sambærilegri samræðu við heimspekinginn Heidegger ræðir Irigaray við hann um hvernig hann gleymir loftinu. Myndhverfingar vatns og lofts vísa til þess hvernig kynin eru tengd ákveðnum náttúruöflum. Hér eru um að ræða mismun- andi orku sem á sér rætur í líkamanum. Líkaminn er samt ekki skilinn sem eðli kyns heldur frekar sem uppspretta mismunandi reynslu kynjanna sem birtist í ólíkri orku ef svo má að orði komast. Irigaray er þeirrar skoðunar að heimspeki Nietzsches sé nokkurs konar snúningshurð sem leiðir inn í heimspeki líkamans sem nauðsynlega opnar fyrir kynjamismun sem er dýpsta aðgreiningin í menn- ingunni og mesta grundvallaraðgreining í náttúrunni. Þrátt fyrir að heimspeki- kenningar Nietzsches og Heideggers feli í sér útvíkkun á heimspekinni, byggja þær engu að síður á útilokun kvenleika að því leyti sem raunveruleg samræða milli kvenleika og karlleika kemur ekki fyrir í þeim. Það er einmitt þessi samræða sem 21 Hirsh og Olson, 2014. 22 Sigríður Þorgeirsdóttir, 2013. 23 Irigaray, 1991. Hugur 2015-5.indd 72 5/10/2016 6:45:13 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.