Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 68
68 Sigríður Þorgeirsdóttir
einföldunar má skipta femínískri heimspeki í fjórar meginkvíslar: frjálslyndan
femínisma, marxískan femínisma, mismunarfemínisma og hinseginkenningu og
eru viðhorf þeirra til líkama ólík vegna þess að áherslurnar eru mismunandi.
Frjálslyndur femínismi er afsprengi annarrar bylgju femínismans sem hverfist
um baráttu fyrir jöfnum réttindum sem fór af stað um það leyti sem konur tóku
að flykkjast út á vinnumarkaðinn og minnihlutahópar tóku að berjast fyrir borg-
aralegum réttindum. Þetta afbrigði femínisma á sér langa forsögu í frjálslyndum
lýðræðiskenningum stjórnspekinnar og birtist í frjálslyndum kenningum um
kynjajafnrétti sem leggja áherslu á jafnan rétt og jöfn tækifæri kynjanna. Frjáls-
lyndur femínismi sætir oft þeirri gagnrýni að jafnréttisbaráttan snúist í raun um
rétt til þátttöku á karllega skilyrtum vinnumarkaði og í opinberu lífi. Áherslan er
á jafnrétti og ekki á mismun.
Marxískur femínismi hefur mátt sæta svipaðri gagnrýni fyrir að hafa lengst
af haft karlhverfan vinnumarkað sem viðmið. Þess utan sætir marxísk kenning
ámæli fyrir að telja ekki barneignir og uppeldi til vinnu og þar með að halda
framleiðslu samfélagsins utan samfélagslegrar framleiðslu, líkt og marxískir
femínistar samtímans hafa bent á.6
Snúum okkur að þriðja afbrigði femínisma í heimspeki, mismunarfemínisma.
Mismunarfemínisminn hefur einkum þróast innan franskrar femínískrar heim-
speki og er oft tengdur nafni Luce Irigaray. Í mismunarfemínisma er gengið út
frá kynjamismun en þessari stefnu var lengi legið á hálsi fyrir að boða líffræði-
lega eða sálsamfélagslega eðlishyggju um kynin. Ég hef í öðrum greinum reifað
þessa gagnrýni sem á sér orðið nokkurra áratuga sögu og staðhæfi einungis hér
að ásökunin um líffræðilega eðlishyggju um kynin innan mismunarfemínisma
hefur verið vísað frá með sannfærandi hætti.7 Femínísk fyrirbærafræði líkamans
átti hvað drýgstan þátt í því með að sýna fram á að viðurkenning á kynbundnum
eiginleikum þurfi alls ekki að leiða til eðlishyggju um kynjamismun.8
Hinseginkenning kom í upphafi fram sem viðbrögð við mismunarfemínisma
og sem viðleitni til að skipa kynjamismun undir alls konar hinsegin mun. Judith
Butler sem er helsti kenningasmiðurinn á þessu sviði hafnar allri eðlishyggju
um kynjamismun og setur þess í stað fram gjörningskenningu um kynin sem er
jafnframt mótunarhyggja.9 Fátt hefur mótað kynjafræði jafn mikið undanfarinn
aldarfjórðung og hinseginfræðin með áherslu sinni á breytileika kvenna og höfn-
un á sameinandi sjálfsmynd kvenna sem grundvelli femínískrar baráttu. Hinseg-
infræði hafa lagt línurnar fyrir útvíkkun femínískra fræða innan hug- og félags-
vísinda og fjalla einkum um hópa sem finna sig ekki innan tvíhyggju kynjanna
og undir gagnkynhneigðarnorminu sem þau fela í sér vegna þess að þessir hópar
6 Federici, 2012. Ég þakka Nönnu Hlín Halldórsdóttur fyrir þessa ábendingu og fleiri góðar
ábendingar við yfirlestur á greininni.
7 Sigríður Þorgeirsdóttir, 2002.
8 Heinämaa, 2003. Jafnvel þótt líkamlegur mismunur kynjanna sé tekinn alvarlega er einnig gengið
út frá því að mismunur er í sífelldri mótun í samspili innra umhverfis (líkama) og ytra umhverfis.
Innan femínískrar fyrirbærafræði líkamans er þess vegna fremur talað um tilhneigingar og stíla
fremur en um eiginleika þegar um kynjamismun er að ræða.
9 Butler, 1990.
Hugur 2015-5.indd 68 5/10/2016 6:45:12 AM